fbpx
Miðvikudagur 16.janúar 2019
433

Heimtar að starfsmaður Chelsea verði rekinn

Victor Pálsson
Laugardaginn 20. október 2018 18:00

Marco Ianni, aðstoðarmaður Maurizio Sarri hjá Chelsea, komst í fréttirnar í dag yfir leik Chelsea og Manchester United.

Ianni ákvað að fagna jöfnunarmarki Chelsea fyrir framan Jose Mourinho sem brást alls ekki vel við og ætlaði að vaða í Ítalann.

Phil Neville, fyrrum leikmaður United, vill að Sarri reki þennan mann frá félaginu undir eins.

,,Hver sem þessi starfsmaður er hann hefur orðið sér algjörlega til skammar,“ sagði Neville.

,,Hann fer beint í andlitið á Jose Mourinho, Michael Carrick og varamannabekk United til að fagna. Þetta er skammarlegt.“

,,Mourinho er sá saklausi í þessu. Þessi maður á bekk Chelsea hljóp framhjá honum og fagnaði fyrir framan hann.“

,,Maurizio Sarri fagnar og svo hleypur þessi maður fyrir framan Mourinho. Ef ég væri Sarri þá myndi ég reka þennan mann frá félaginu.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 5 klukkutímum

Heimir fær samkeppni frá hundtryggum aðstoðarmanni Mourinho

Heimir fær samkeppni frá hundtryggum aðstoðarmanni Mourinho
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gunnar var lagður í gróft einelti og Gylfi Þór vildi gleðja hann: Sjáðu hvað hann gerði

Gunnar var lagður í gróft einelti og Gylfi Þór vildi gleðja hann: Sjáðu hvað hann gerði
433
Fyrir 18 klukkutímum

30 stuðningsmenn United reknir af Wembley

30 stuðningsmenn United reknir af Wembley
433
Fyrir 19 klukkutímum

Steven Caulker fann sér nýtt félag

Steven Caulker fann sér nýtt félag
433
Fyrir 20 klukkutímum

Ryan Babel aftur í ensku úrvalsdeildina

Ryan Babel aftur í ensku úrvalsdeildina
433
Fyrir 21 klukkutímum

Kane lengi frá vegna meiðsla

Kane lengi frá vegna meiðsla