433

Buffon vill alls ekki mæta þessu liði í Meistaradeildinni

Victor Pálsson
Laugardaginn 20. október 2018 12:30

Gianluigi Buffon, leikmaður Paris Saint-Germain, vill alls ekki mæta sínum fyrrum félögum í Juventus í úrslitum Meistaradeildarinnar.

Buffon lék í mörg ár með Juventus áður en hann samdi við PSG í sumar. Honum tókst aldrei að vinna Meistaradeildina með félaginu.

Hann elskar þó sitt fyrrum félag og vonar innilega að hann þurfi ekki að mæta því í deild þeirra bestu.

,,Nei ég vil alls ekki mæta þeim í úrslitaleiknum,“ sagði Buffon við Gazzetta dello Sport.

,,Ég vil ekki vera ánægður og á sama tíma fyrrum liðsfélagar mínir sorgmæddir og fyrrum stuðningsmenn.“

,,Við höfum nú þegar grátið of oft saman. Ég á skilið fullkomna gleði. Ef ég þarf að mæta Juventus þá er það vonandi fyrir úrslitin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hraunaði reglulega yfir Neville á æfingasvæðinu – ,,Hann kom hræðilega fram við mig“

Hraunaði reglulega yfir Neville á æfingasvæðinu – ,,Hann kom hræðilega fram við mig“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Byrjunarlið Belgíu gegn Íslandi – Hazard bræður byrja

Byrjunarlið Belgíu gegn Íslandi – Hazard bræður byrja
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Það sem Gerrard sagði við Rodgers eftir að hann heyrði af komu Balotelli

Það sem Gerrard sagði við Rodgers eftir að hann heyrði af komu Balotelli
433
Fyrir 15 klukkutímum

Fundaði með blaðamanni – Sér eftir að hafa slegið til hans

Fundaði með blaðamanni – Sér eftir að hafa slegið til hans
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ronaldo fór á skeljarnar

Ronaldo fór á skeljarnar
433
Fyrir 21 klukkutímum

Rooney segir Guardiola og Klopp hjálpa enska landsliðinu

Rooney segir Guardiola og Klopp hjálpa enska landsliðinu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fimm hlutir sem gera N´Golo Kante að ljúfasta knattspyrnumanni í heimi

Fimm hlutir sem gera N´Golo Kante að ljúfasta knattspyrnumanni í heimi