433

Þórir Guðjónsson í Breiðablik

Victor Pálsson
Föstudaginn 19. október 2018 20:00

Þórir Guðjónsson hefur skrifað undir samning við Breiðablik í Pepsi-deild karla en þetta var staðfest í dag.

Þórir skrifar undir tveggja ára samning við Blika en hann kemur til liðsins frá Fjölni þar sem hann spilaði í sjö ár.

Þórir er 27 ára gamall framherji en hann er uppalinn hjá Val en gekk í raðir Fjölnis árið 2011.

Ágúst Gylfason er þjálfari Breiðabliks en hann vann með Þóri hjá Fjölni og þekkir vel til leikmannsins.

Tilkynning Breiðabliks:

Sóknarmaðurinn Þórir Guðjónsson hefur ákveðið að ganga til liðs við Blikaliðið. Þórir, sem hefur undanfarin ár spilað með Fjölni, gerði í dag tveggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Þórir sem er 27 ára gamall á að baki 164 leiki með meistaraflokki og hefur skorað í þeim 44 mörk. Hann er uppalinn Valsari en gekk til liðs við Fjölni árið 2011. Þórir á einnig að baki níu leiki með yngri landsliðum Íslands.

Þórir átti mjög gott tímabil með Grafarvogsliðinu í fyrra þegar hann skoraði átta mörk í Pepsí deildinni. Það gekk ekki eins vel í ár, frekar en hjá öðrum í Fjölnisliðinu og voru mörkin ekki nema þrjú sem hann setti í deildinni. Þjálfari okkar Blika, Ágúst Gylfason, þekkir hins vegar vel til Þóris eftir ár sín sem þjálfari hjá þeim gulklæddu. Leikmaðurinn blómstraði undir stjórn Ágústar og verðum gaman að sjá til þessa kraftmikla sóknarmanns í grænu treyjunni á næsta keppnistímabili.

Íslenski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hraunaði reglulega yfir Neville á æfingasvæðinu – ,,Hann kom hræðilega fram við mig“

Hraunaði reglulega yfir Neville á æfingasvæðinu – ,,Hann kom hræðilega fram við mig“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Byrjunarlið Belgíu gegn Íslandi – Hazard bræður byrja

Byrjunarlið Belgíu gegn Íslandi – Hazard bræður byrja
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Það sem Gerrard sagði við Rodgers eftir að hann heyrði af komu Balotelli

Það sem Gerrard sagði við Rodgers eftir að hann heyrði af komu Balotelli
433
Fyrir 14 klukkutímum

Fundaði með blaðamanni – Sér eftir að hafa slegið til hans

Fundaði með blaðamanni – Sér eftir að hafa slegið til hans
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ronaldo fór á skeljarnar

Ronaldo fór á skeljarnar
433
Fyrir 21 klukkutímum

Rooney segir Guardiola og Klopp hjálpa enska landsliðinu

Rooney segir Guardiola og Klopp hjálpa enska landsliðinu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fimm hlutir sem gera N´Golo Kante að ljúfasta knattspyrnumanni í heimi

Fimm hlutir sem gera N´Golo Kante að ljúfasta knattspyrnumanni í heimi