fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433

Leikjahæsti leikmaður í sögu Fram mun þjálfa liðið

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 18. október 2018 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er Jón Þórir Sveinsson sem mun þjálfa lið Fram í Inkasso-deild karla á næstu leiktíð.

Þetta staðfesti Fram í dag en Jón Þórir tekur við af Pedro Hipolito sem er nýr þjálfari ÍBV.

Jón þekkir vel til Fram en hann er leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins og á að baki 312 leiki í Safamýrinni.

Tilkynning Fram:

Knattspyrnudeild FRAM og Jón Þórir Sveinsson hafa náð samkomulagi um að Jón taki við þjálfun karlaliðs FRAM í knattspyrnu. Samningurinn er til þriggja ára.

Jón þarf vart að kynna fyrir knattspyrnuáhugamönnum og stuðningsmönnum FRAM. Hann er einn leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins með 312 leiki fyrir meistaraflokk FRAM. Jón lék sinn fyrsta leik fyrir FRAM árið 1983 og þann síðasta árið 1999. Hann varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari með félaginu á 9. áratugnum. Jón lék einnig um skeið með FH og Þrótti og á að baki leiki með öllum yngri landsliðum Íslands. Þá lék Jón eitt tímabil sem atvinnumaður í innanhúsknattspyrnu í bandarísku MISL deildinni með liði LaRaZa frá Monterrey Mexíkó.

Jón hefur mikla reynslu sem þjálfari, bæði sem þjálfari yngri flokka og sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks. Hann hóf þjálfaraferilinn sem þjálfari 2. flokks FRAM árið 2001 og var aðstoðarþjálfari Kristins R. Jónssonar með meistaraflokk FRAM árið 2002. Jón var einnig aðstoðarþjálfari Þorvaldar Örlygssonar hjá FRAM árið 2009. Jón þjálfaði um árabil hjá Fylki, lengst af sem þjálfari 2. flokks og gegndi stöðu aðstoðarþjálfara meistaraflokks. Haustið 2017 kom Jón aftur til starfa hjá FRAM og hefur hann þjálfað 3. flokk karla hjá félaginu síðasta árið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra
433Sport
Í gær

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Í gær

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum