fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433

Eysteinn Húni áfram með Keflavík – Milan Stefán aðstoðar hann

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 17. október 2018 19:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eysteinn Húni Hauksson mun þjálfa lið Keflavíkur á næsta tímabili, þetta staðfesti félagið í dag.

Eysteinn kláraði sumarið með Keflavík í Pepsi-deildinni en hann tók við af Guðlaugi Baldurssyni sem lét af störfum. Keflavík féll úr efstu deild.

Óvíst var hvort Eysteinn myndi halda áfram störfum en það hefur nú verið staðfest og verður Milan Stefán Jankovic honum til aðstoðar.

Tilkynning Keflavíkur:

Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur gert samninga til þriggja ára við nýtt þjálfarateymi sem fær það hlutverk að byggja upp nýtt og sterkara Keflavíkurlið.

Eysteinn Húni Hauksson hefur verið ráðinn aðalþjálfari meistaraflokks karla. Í samstarfi við Eysteinn verður unnið markvisst að því að halda áfram að byggja upp unga og efnilega leikmenn Keflavíkur. Áhersla verður lögð á það að gefa ungu fólki tækifæri á að láta drauma sína rætast og bæta við titlum í safn sigursæls Keflavíkurliðs.

Til aðstoðar við uppbygginguna og sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hefur Knattpsyrnudeild Keflavíkur einnig gert samning við Milan Stefán Jankovic sem kemur frá Grindavík. Janko er einn örfárra þjálfara á Íslandi sem lokið hafa UEFA Pro þjálfaragráðu, sem er æðsta gráða sem hægt er að afla sér sem þjálfari. Hann var áður aðalþjálfari Keflavíkur frá árinu 2003 og kom liðinu í efstu deild á fyrsta ári og vann bikarmeistaratitil árið á eftir með ungan og efnilegan hóp leikmanna. Janko mun einbeita sér að því að byggja upp afrekshugsun, tæknilega getu og keppnishug leikmanna meistaraflokks Keflavíkur.

Þá hefur einnig verið gerður áframhaldandi samningur við Ómar Jóhannsson um markmannsþjálfun meistaraflokka karla og kvenna auk þess sem hann mun koma að þjálfun efnilegra yngri markmanna félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tottenham vill fyrrum leikmann Arsenal

Tottenham vill fyrrum leikmann Arsenal
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Aðstoðarmaður Klopp með spennandi tilboð á borði sínu

Aðstoðarmaður Klopp með spennandi tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Hartman í Val