433

Hamren þolir ekki að tapa fótboltaleikjum

Victor Pálsson
Mánudaginn 15. október 2018 22:13

Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, þolir ekki að tapa en hann sá sína menn tapa 2-1 fyrir Sviss í kvöld.

Hamren hefur farið erfiðlega af stað með landsliðið en hann tók við af Heimi Hallgrímssyni í sumar.

Ísland náði þó í frábær úrslit í vináttuleik gegn Frökkum í síðustu viku en keppnisleikir hafa verið vandamál.

Hamren ræddi við Vísi.is eftir leik kvöldsins og viðurkennir það að hann sé alls ekki aðdáandi þess að tapa fótboltaleikjum.

„Ég er svekktur og einnig fyrir hönd leikmannanna sem lögðu svona mikið á sig. Við sköpuðum mörg færi en þetta gekk ekki,“ sagði Hamren við Vísi.

„Við byrjuðum leikinn ekki vel fyrstu tíu mínúturnar en eftir það spiluðum við vel í fyrri hálfleik. Fyrsta markið skiptir miklu máli og það sáum við einnig í Frakklandi.“

„Til að mynda ef Gylfi hefði skorað í fyrri hálfleik þá hefðum við fengið meiri kraft en þess í stað þá skora þeir í síðari hálfleiknum.“

„Já, en ég þoli ekki að tapa og ekki leikmennirnir heldur. Við töpuðum en við notum þetta í undirbúning fyrir undankeppni EM sem hefst í mars. Við tökum það góða því við verðum að muna að við vorum að spila gegn mjög sterkum liðum,“ bætti Hamren við er hann var spurður út í batnandi frammistöðu í síðustu leikjum.

Viðtalið má lesa í heild sinni á vef Vísis með því að smella hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Veiparar Íslands
433
Fyrir 18 klukkutímum

Hafnaði PSG til að starfa áfram í London – Rekinn stuttu seinna

Hafnaði PSG til að starfa áfram í London – Rekinn stuttu seinna
433
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu hvað Messi og Pogba gerðu í fríinu – Löng flugferð

Sjáðu hvað Messi og Pogba gerðu í fríinu – Löng flugferð
433
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu viðtalið við Hödda Magg – Erfiðleikar, ástríða og árangur

Sjáðu viðtalið við Hödda Magg – Erfiðleikar, ástríða og árangur
433
Fyrir 22 klukkutímum

U19 ára liðið tapaði fyrir Englandi í Tyrklandi

U19 ára liðið tapaði fyrir Englandi í Tyrklandi
433
Fyrir 23 klukkutímum

Það sem Klopp sendi nýja fyrirliðanum – Líkti honum við Braveheart

Það sem Klopp sendi nýja fyrirliðanum – Líkti honum við Braveheart
433
Í gær

Kom til Liverpool í sumar en strax orðaður við brottför – James til Englands?

Kom til Liverpool í sumar en strax orðaður við brottför – James til Englands?