fbpx
433

Pogba: Ég er hættur að hlusta á ykkur

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 11. október 2018 15:00

Paul Pogba, leikmaður Manchester United, segir að hann sé löngu hættur að hlusta á gagnrýni í fjölmiðlum.

Pogba er reglulega á milli tannanna á fólki og hefur verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á Englandi.

Hann pælir sjálfur lítið í því hvað fólk er að segja og einbeitir sér aðallega að því að bæta eigin leik.

,,Ég er mannlegur eins og allir aðrir. Ég hef heyrt gagnrýnisraddir síðan ég var lítill og hlusta ekki lengur,“ sagði Pogba.

,,Þetta er fólk sem sinnir sínu starfi og ég get ekki tekið það af þeim og þarf að standa mig á vellinum.“

,,Það er alltaf betra að heyra hrós og að segja að ég sé að leggja mig fram frekar en að vera latur. Ég er enn mjög hungraður.“

,,Ég vil vera fyrirmynd fyrir marga. Allt sem ég á hefur Guð gefið mér en það er ekki undir mér komið að halda því.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 5 klukkutímum

Coutinho ráðleggur Barcelona að kaupa Firmino

Coutinho ráðleggur Barcelona að kaupa Firmino
433
Fyrir 5 klukkutímum

Liðsfélagi bar Keita á bakinu af velli – Þarf að fara í myndatöku

Liðsfélagi bar Keita á bakinu af velli – Þarf að fara í myndatöku
433
Fyrir 20 klukkutímum

Þessir eru líklegastir til að fá sparkið á Englandi

Þessir eru líklegastir til að fá sparkið á Englandi
433
Fyrir 21 klukkutímum

Kane nennti ekki að ræða við spænskan miðil – Sama spurningin

Kane nennti ekki að ræða við spænskan miðil – Sama spurningin
433
Fyrir 23 klukkutímum

„100 prósent líkur á að Arsenal endi í efstu fjórum“

„100 prósent líkur á að Arsenal endi í efstu fjórum“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ísland fékk sjö mörk á sig í Árbænum

Ísland fékk sjö mörk á sig í Árbænum