fbpx
Mánudagur 10.desember 2018
433

Hazard staðfestir að hann sé ekki á förum í janúar – Gæti samt þurft að fara

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 11. október 2018 13:47

Eden Hazard, leikmaður Chelsea á Englandi, hefur staðfest það að hann sé ekki á förum frá félaginu í janúar.

Hazard er sagður vera á óskalista Real Madrid á Spáni en félagið gæti reynt við leikmanninn í janúar.

Hazard er að æfa með belgíska landsliðinu þessa stundina og var spurður út í eigin framtíð í dag.

,,Nei,“ sagði Hazard við blaðamenn í dag er hann var spurður út í það hvort hann myndi fara til Real í janúar.

Hazard staðfesti það einnig að hann gæti farið til Spánar til að eiga möguleika á að vinna Ballon d’Or verðlaunin einn daginn.

,,Já það er kannski ástæðan fyrir því að ég vilji fara þangað,“ sagði Hazard.

Belginn mun því allavegana klára tímabilið með Chelsea en óvíst er svo með framhaldið.

Hann hefur sjálfur viðurkennt það að hann vilji spila fyrir Real og er það draumurinn að spila á Spáni.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 5 klukkutímum

Meiddur Gomez fær nýjan samning hjá Liverpool

Meiddur Gomez fær nýjan samning hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Heimir tekur íslenskt undrabarn í þjálfun með sér til Katar

Heimir tekur íslenskt undrabarn í þjálfun með sér til Katar
433
Fyrir 8 klukkutímum

Jesse Lingard bauð í svakalegt partý í gær – Sjáðu hvaða stjörnur mættu

Jesse Lingard bauð í svakalegt partý í gær – Sjáðu hvaða stjörnur mættu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu þegar Bjarni Ben slasaði sig um helgina ,,Ég er eftir atvikum sæmilegur“

Sjáðu þegar Bjarni Ben slasaði sig um helgina ,,Ég er eftir atvikum sæmilegur“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fékk óvænt að sjá á bakvið tjöldin hjá BT Sport – Ferdinand og Cole töluðu ekki vel um Walker

Fékk óvænt að sjá á bakvið tjöldin hjá BT Sport – Ferdinand og Cole töluðu ekki vel um Walker
433
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu myndirnar: Stjörnur mættu á einn stærsta knattspyrnuleik ársins

Sjáðu myndirnar: Stjörnur mættu á einn stærsta knattspyrnuleik ársins
433
Fyrir 23 klukkutímum

Wolves vann dramatískan sigur í Newcastle – Sigurmark í blálokin

Wolves vann dramatískan sigur í Newcastle – Sigurmark í blálokin
433
Í gær

Berbatov væri til í að mæta leikmanni Arsenal: Þetta sjálfstraust pirrar mig mikið

Berbatov væri til í að mæta leikmanni Arsenal: Þetta sjálfstraust pirrar mig mikið