fbpx
433

Hefur áhyggjur af stöðu sinni hjá Chelsea – ,,Ég veit ekki hvernig ég kemst í liðið“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 9. október 2018 18:20

Andreas Christensen, leikmaður Chelsea, viðurkennir að hann sé ekki í góðum málum hjá félaginu.

Christensen spilaði mikið á síðustu leiktíð með Chelsea undir stjórn Antonio Conte en fær í dag fáar mínútur undir stjórn Maurizio Sarri.

Christensen er orðinn 22 ára gamall en hann veit sjálfur ekki hvernig hann mun komast aftur í liðið.

,,Eins og staðan er þá er þetta ekki gott tímabil fyrir mig en ég verð að finna leið til að komast aftur í liðið,“ sagði Christensen.

,,Hvernig geri ég það? Ég veit það ekki en ég verð að finna það út. Það virðist vera erfitt þessa stundina.“

,,Við erum að ná í góð úrslit og spilum frábæran fótbolta sem gerir þetta erfitt. Þetta er erfitt fyrir mig persónulega en liðið lítur mjög vel út.“

,,Ég get ekki verið of þolinmóður og ég var. Ég er 22 ára gamall og þarf að fá að spila.“

,,Það er of snemmt að tala um breytingu núna og hvenær eitthvað gæri gerst en það er augljóst að staðan er ekki góð.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 11 klukkutímum

Casillas nefnir tvo bestu markmenn heims

Casillas nefnir tvo bestu markmenn heims
433
Fyrir 12 klukkutímum

Byrjunarlið Arsenal og Leicester – Aubameyang á bekknum

Byrjunarlið Arsenal og Leicester – Aubameyang á bekknum
433
Fyrir 13 klukkutímum

Mourinho útilokar að snúa aftur – Vill skrifa undir nýjan samning

Mourinho útilokar að snúa aftur – Vill skrifa undir nýjan samning
433
Fyrir 14 klukkutímum

Tottenham orðið skuldsettasta félag í Evrópu

Tottenham orðið skuldsettasta félag í Evrópu
433
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta var erfiðasti andstæðingur Vidic á ferlinum – Nenfir þá sem höfðu mestu hæfileikana

Þetta var erfiðasti andstæðingur Vidic á ferlinum – Nenfir þá sem höfðu mestu hæfileikana
433
Fyrir 18 klukkutímum

Samningstilboðum rignir yfir Usain Bolt

Samningstilboðum rignir yfir Usain Bolt