fbpx
433

Harry Kane til Real Madrid? – De Gea hugsar um að fara frá United

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. október 2018 08:39

Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.

Félagaskiptaglugginn hefur lokað en það er samt alltaf fullt af sögum enda hætta erlend blöð aldrei að grafa upp sögurnar sem fljúga.

Hér má sjá pakka dagsins.
——-

Real Madrid vill fá Harry Kane en 200 milljóna punda verðmiðinn gæti komið í veg fyrir það. (El Confidencial)

Það gæti reynst Manchester United erfitt að halda David de Gea. (Telegraph)

Fjöldi liða á Englandi hefur áhuga á Jadon Sancho en Borussia Dortmund vill 100 milljónir punda fyrir hann. (Sun)

Arsenal getur eytt meira í leikmenn eftir nýjad 250 milljóna punda samning við Adidas. (Times)

Jose Mourinho stjóri Manchester United vill fá Milan Skriniar miðvörð Inter og Alessio Romagnoli frá Milan í janúar. (ESPN)

Útsendarar Manchester United voru að skoða leikmenn Benfica um helgina. (MEN)

Cenk Tosun gæti farið frá Everton í janúar og aftur til Besiktas en nú á láni. (MyNet)

Krzysztof Piatek framherji Genoa segist vita af áhuga Barcelona. (Diario)

Jan Vertonghen varnarmaður Tottenham verður frá í tvo mánuði. (Mirror)

Ander Herrera gæti farið frítt aftur til Athletic Bilbao næsta sumar. (El Correo)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 4 klukkutímum

Byrjunarlið Manchester City og Burnley – Jói Berg fær erfitt verkefni

Byrjunarlið Manchester City og Burnley – Jói Berg fær erfitt verkefni
433
Fyrir 5 klukkutímum

United og Tottenham eiga eftir að ræða við Bournemouth

United og Tottenham eiga eftir að ræða við Bournemouth
433
Fyrir 6 klukkutímum

Crouch hótar að senda lögfræðinga á eftir Lacazette

Crouch hótar að senda lögfræðinga á eftir Lacazette
433
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu hvað stuðningsmenn Chelsea gerðu fyrir Hazard

Sjáðu hvað stuðningsmenn Chelsea gerðu fyrir Hazard
433
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu huggulegt mark Sverris Inga í Rússlandi í gær

Sjáðu huggulegt mark Sverris Inga í Rússlandi í gær
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu með hvaða ofurstjörnu Hörður Björgvin fagnaði sigri gærdagsins

Sjáðu með hvaða ofurstjörnu Hörður Björgvin fagnaði sigri gærdagsins