fbpx
433

Túfa fundaði með þremur liðum í gær – Búist við ákvörðun á næstu dögum

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. október 2018 12:51

Srdjan Tufegdzic fyrrum þjálfari KA virðist vera eftirsóttasti þjálfari landsins miðað við fundina sem hann situr.

Túfa eins og hann er kallaður fundaði með bæði Fjölni og Grindavík um að taka við þjálfun liðanna. Samkvæmt Fréttablaðinu.

Þá hefur 433.is heimildir fyrir því að Túfa hafi fundað með Leikni í gær en liðið leitar að nýjum þjálfara.

Grindavík leitar að þjálfara en Óli Stefán Flóventsson hætti með liðið og tók við starfi Túfa hjá KA í fyrradag.

Fjölnir er fallið úr Pepsi deildinni og lét Ólafur Páll Snorrason af störfum í fyrradag.

Búist er við að Túfa taki ákvörðun um framtíð sína á allra næstu dögum en ekki náðist í hann við vinnslu þessarar fréttar.

Srdjan Tufegdzic hafði gert frábæra hluti með KA en hann kom liðinu upp í Pepsi deildina og hélt liðinu þar í tvö ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 3 klukkutímum

Einkunnir úr leik Chelsea og Manchester United – Tveir fá níu

Einkunnir úr leik Chelsea og Manchester United – Tveir fá níu
433
Fyrir 3 klukkutímum

Mourinho: Ég fæ aldrei svona langan uppbótartíma – Aðstoðarmaðurinn baðst afsökunar

Mourinho: Ég fæ aldrei svona langan uppbótartíma – Aðstoðarmaðurinn baðst afsökunar
433
Fyrir 4 klukkutímum

United og Tottenham eiga eftir að ræða við Bournemouth

United og Tottenham eiga eftir að ræða við Bournemouth
433
Fyrir 4 klukkutímum

Vandræði Real Madrid halda áfram – Töpuðu á heimavelli

Vandræði Real Madrid halda áfram – Töpuðu á heimavelli
433
Fyrir 5 klukkutímum

Sjáðu hvað stuðningsmenn Chelsea gerðu fyrir Hazard

Sjáðu hvað stuðningsmenn Chelsea gerðu fyrir Hazard
433
Fyrir 6 klukkutímum

Fylgst með Bendnter sem horfði á Harry Potter

Fylgst með Bendnter sem horfði á Harry Potter
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu með hvaða ofurstjörnu Hörður Björgvin fagnaði sigri gærdagsins

Sjáðu með hvaða ofurstjörnu Hörður Björgvin fagnaði sigri gærdagsins
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Viðar Örn hættir mjög óvænt í landsliðinu

Viðar Örn hættir mjög óvænt í landsliðinu