fbpx
433

Ólafur framlengir við Blika

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. október 2018 06:00

Markmannsþjálfarinn Ólafur Pétursson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Breiðabliks til tveggja ára. Hann mun því vera markmannsþjálfari meistaraflokks karla og kvenna áfram ásamt því að vera aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna. Einnig mun hann þjálfa markmenn í 2. og 3.flokki karla og kvenna.

Ólafur hefur verið markmannsþjálfari hjá Blikum frá árinu 2005. Á þessum 13 árum hefur Ólafur þjálfað markmenn yngri flokka félagsins ásamt því að vera markmannsþjálfari meistaraflokks karla frá árinu 2008 og kvenna frá árinu 2012.

Frá haustinu 2014 hefur Ólafur einnig verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna. Á þessum árum hafa Blikar átt markmenn í A-landsliðum karla og kvenna og orðið Íslands- og bikarmeistarar.

Auk þess að þjálfa hjá Blikum hefur Ólafur verið markmannsþjálfari A-landsliðs kvenna á undanförnum árum. Þess má geta að Ólafur lauk nýverið UEFA A markmannsþjálfara gráðu og var hópi fyrstu átta Íslendinga sem lauk því prófi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 5 klukkutímum

Byrjunarlið Manchester City og Burnley – Jói Berg fær erfitt verkefni

Byrjunarlið Manchester City og Burnley – Jói Berg fær erfitt verkefni
433
Fyrir 5 klukkutímum

United og Tottenham eiga eftir að ræða við Bournemouth

United og Tottenham eiga eftir að ræða við Bournemouth
433
Fyrir 6 klukkutímum

Crouch hótar að senda lögfræðinga á eftir Lacazette

Crouch hótar að senda lögfræðinga á eftir Lacazette
433
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu hvað stuðningsmenn Chelsea gerðu fyrir Hazard

Sjáðu hvað stuðningsmenn Chelsea gerðu fyrir Hazard
433
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu huggulegt mark Sverris Inga í Rússlandi í gær

Sjáðu huggulegt mark Sverris Inga í Rússlandi í gær
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu með hvaða ofurstjörnu Hörður Björgvin fagnaði sigri gærdagsins

Sjáðu með hvaða ofurstjörnu Hörður Björgvin fagnaði sigri gærdagsins