fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433

Þjálfari kvennalandsliðsins á að búa á Íslandi – ,,Hef ekki heyrt að Hamren sé fluttur í Hlíðarnar“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 28. september 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabet Gunnarsdóttir verður ekki næsti þjálfari kvennalandsliðsins, þetta kemur fram á RÚV í dag.

Elísabet hafði rætt við KSÍ en sambandið leitar að næsta landsliðsþjálfara fyrir stelpurnar. Freyr Alexanderssn hefur látið af störfum og gerðist aðstoðarlandsliðsþjálfari karla.

Ástæða þess að Elísabet tekur ekki við liðinu er sú að hún býr í Svíþjóð, sagt er á RÚV að krafa KSÍ sé að kvennalandsliðsþjálfarinn búi á Íslandi.

Þetta eiga margir erfitt með að skilja enda bjó Lars Lagerback alla sína tíð í Svíþjóð þegar hann þjálfaði strákana. Þá býr Erik Hamren einnig í Svíþjóð en hann er með karlalandsliðið í dag.

„Síðan voru að sjálfsögðu önnur atriði sem ég þurfti að vega og meta en niðurstaðan var að gefa þennan möguleika frá mér. Það er að sjálfsögðu draumastarf fyrir íslenskan þjálfara að taka við landsliðsþjálfara starfinu. Vonandi kemur tækifærið aftur seinna og vonandi fær KSÍ til starfa metnaðarfullan þjálfara sem kemur liðinu á góðan stað,“ segir Elísabet í samtali við RÚV í dag.

Fanne Birna Jónsdóttir, blaðamaður á, Kjarnanum gagnrýnir þessar reglur KSÍ.

,,Wtf! Þetta bara getur ekki verið. Lassi bjó alla sína þjálfaratíð svona korteri frá Elísabetu. Og ekki hef ég heyrt af því að Hamrén sé fluttur í Hlíðarnar… þetta hlýtur að vera glens. Augljósasti og besti kosturinn í starfið!,“ skrifar Fanney á Twitter.

Stór hluti kvennalandsliðsins spilar hér á landi og því vill KSÍ hafa þjálfarann hér, í karlalandsliðinu er aðeins einn leikmaður sem spilar á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum
Hartman í Val
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta