fbpx
433

Hélt að Lacazette væri að tala um eistun á Cech – Bað hann um að passa sig

Victor Pálsson
Mánudaginn 24. september 2018 21:00

Fréttamaðurinn Geoff Shreeves gerði sig sekan um mistök í gær er hann ræddi við framherjann Alexandre Lacazette.

Shreeves hefur lengi starfað fyrir Sky Sports og talaði við Lacazette eftir 2-0 sigur Arsenal á Everton.

Í viðtalinu bað Shreeves framherjann um að passa sig eftir að Lacazette hafði notað enska orðið ‘balls’.

,,Big big thanks because today he takes a lot of balls and for the first time we have a clean sheet so thanks Petr,“ sagði Lacazette um markvörðinn Petr Cech á ensku.

Cech átti mjög góðan leik fyrir Arsenal í sigrinum og varði þónokkur skot og hélt að lokum hreinu.

Shreeves brást við eins og Lacazette hefði verið að nota orðið ‘balls’ til að tala um hreðjarnar á Cech en hann var einfaldlega að taka um boltana sem Tékkinn varði.

Shreeves hefur síðan þá beðist afsökunar og segist ekki hafa skilið það sem Lacazette var að segja.

Myndband af þessu má sjá hér.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Jón Daði lét atvinnumenn á Englandi smakka sviðasultu – ,,Ekki möguleiki“

Jón Daði lét atvinnumenn á Englandi smakka sviðasultu – ,,Ekki möguleiki“
433
Fyrir 4 klukkutímum

Hvað er Patrice Evra að gera alltaf með Ed Woodward?

Hvað er Patrice Evra að gera alltaf með Ed Woodward?
433
Fyrir 16 klukkutímum

Ætlar alls ekki að horfa á El Clasico um næstu helgi

Ætlar alls ekki að horfa á El Clasico um næstu helgi
433
Fyrir 16 klukkutímum

Útlit fyrir að Hazard sé meiddur

Útlit fyrir að Hazard sé meiddur
433
Fyrir 18 klukkutímum

Voru að hugsa um Manchester United og misstu hausinn

Voru að hugsa um Manchester United og misstu hausinn
433
Fyrir 19 klukkutímum

Bálreiður út í Klopp – ,,Eyðileggur ekki leikmann útaf þessu“

Bálreiður út í Klopp – ,,Eyðileggur ekki leikmann útaf þessu“
433
Fyrir 22 klukkutímum

Segir að það sé erfiðara að mæta leikmanni Palace en Ronaldo eða Messi

Segir að það sé erfiðara að mæta leikmanni Palace en Ronaldo eða Messi
433
Fyrir 22 klukkutímum

Martial ræðir samband sitt við Mourinho

Martial ræðir samband sitt við Mourinho