fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433

Af hverju vilja stelpur ekki dæma á Íslandi? – ,,Það er ekki hægt að segja að þetta eigi bara að vera eins þar sem það hentar“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 24. september 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór fram áhugaverð umræða í Dr. Football, hlaðvarpsþætti Hjörvars Hafliðasonar í dag þar sem Mikael Nikulásson og Kristján Óli Sigurðsson voru gestir hans.

Rætt var um það af hverju konur koma ekki í dómgæslu á Íslandi. Mikið er kallað eftir jafnrétti í knattspyrnuhreyfingunni og er allt á leið í þá átt.

Samt sem áður hafa konur ekki áhuga á að dæma leiki en mikil vöntun er á dómurum á Íslandi.

,,Af hverju nenna ekki stelpur að dæma fótboltaleiki? Stopp núna, hvetja allar ungar stelpur til að dæma sem eru ekki að fara að meika það í fótboltanum,“ sagði Hjörvar í þætti sínum.

Bent var á það að kvennalandsliðið fær sömu bónusa og karlalandsliðið og allt sé á leið í þá átt, nema dómgæslan.

,,Það eru allir komnir með jafn háa bónusa, 300 þúsund krónur fyrir að vinna Færeyjar 15-0. Guðni Bergsson reddaði því, varaformaðurinn sagði að þetta væri jafn góður fótbolti.“

,,Farið að dæma leikina, það er ekki hægt að vera bara í sófanum og fara í skemmtilegu störfin, Farið að dæma.“

,,Af hverju fara stelpur ekki á dómaranámskeið? Þetta er til skammar, það er Bríet (Bragadóttir) og svo er Rúna á línunni.“

Mikael Nikulásson, gestur Hjörvars í þættinum tók í sama streng.

,,Ef Guðrún Inga (Varaformaður KSÍ) ætlar að vera samkvæm sjálfi sér, að allt sé eins. Það er ekki hægt að segja að þetta eigi bara að vera eins þar sem það hentar, það gengur ekki upp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus
433
Fyrir 17 klukkutímum

Sambandsdeildin: Framlengt í báðum leikjum – Aston Villa áfram eftir dramatík

Sambandsdeildin: Framlengt í báðum leikjum – Aston Villa áfram eftir dramatík
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno
433Sport
Í gær

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Í gær

Endar Martial hjá liði í London?

Endar Martial hjá liði í London?