fbpx
433

Pedro Hipolito fær ekki nýjan samning hjá Fram

Victor Pálsson
Sunnudaginn 23. september 2018 14:57

Portúgalinn Pedro Hipolito mun ekki stýra liði Fram áfram í Inkasso-deild karla en þetta staðfesti félagið í dag.

Hipolito tók við liði Fram á síðasta ári en gengi liðsins í Inkasso-deildinni á þessu tímabili var ekki gott.

Fram hefur ákveðið að framlengja ekki samning þjálfarans og mun hann láta af störfum ásamt aðstoðarmanni sínum, Ólafi Brynjólfssyni.

Fram hafnaði í níunda sæti deildarinnar í sumar en náði aðeins í 24 stig í 22 leikjum.

Tilkynning Fram:

Fram hefur ákveðið að framlengja ekki samning þjálfarans og mun hann láta af störfum ásamt aðstoðarmanni sínum, Ólafi Brynjólfssyni.

Rekstur Fram í Inkassódeildinni hefur verið mjög þungur. Rekstrarumhverfi félaga í knattspyrnu á Íslandi er umhugsunarefni og mun erfiðara er að fá fjármagn en áður til að halda úti öflugu liði. Það þarf því að huga vel að öllum fjárhag og skuldbindingum. Einnig reynist erfitt að fá sjálfboðaliða til starfa og hefur því mikil vinna færst á fáar hendur. Þetta kallar á ákveðnar breytingar.

Við ætlum að fara dálítið í grunnhugmyndafræðina og byggja lið okkar á ungum og efnilegum Frömurum. Ætlum að byggja innan frá og til framtíðar. Hugsanlega að taka eitt skref til baka áður en við getum tekið tvö áfram. Að auki verður farið í að skoða að fá til liðs við okkur leikmenn sem falla að hugmyndafræði Fram. Við munum einnig endurskoða allan rekstur og umgjörð kattspyrnudeildar. Í framhaldi af þessu hefur verið samþykkt stefna og markmið meistaraflokks karla til næstu ára sem verður birt á heimasíðu félagsins á næstu dögum. Það eru okkar væntingar að Fram muni eiga sæti í úrvalsdeild áður en um langt líður og þangað stefnum við, en þurfum að komast þangað á réttum forsendum.

Pedro og Ólafi eru þökkuð kærlega þeirra góðu störf í þágu félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 14 klukkutímum

Hefði aldrei yfirgefið Arsenal hefði Wenger verið um kyrrt

Hefði aldrei yfirgefið Arsenal hefði Wenger verið um kyrrt
433
Fyrir 14 klukkutímum

Lukaku viðurkennir vandræði – ,,Þekkjumst ekki nógu vel“

Lukaku viðurkennir vandræði – ,,Þekkjumst ekki nógu vel“
433
Fyrir 16 klukkutímum

Ronaldo vildi ekki vera áfram – ,,Getum ekki farið að grenja yfir þessu“

Ronaldo vildi ekki vera áfram – ,,Getum ekki farið að grenja yfir þessu“
433
Fyrir 16 klukkutímum

Chelsea getur ekki sagt nei við Lampard – Tóku U-beygju og gáfu grænt ljós

Chelsea getur ekki sagt nei við Lampard – Tóku U-beygju og gáfu grænt ljós
433
Fyrir 18 klukkutímum

Sex leikmenn misstu af æfingu United í dag

Sex leikmenn misstu af æfingu United í dag
433
Fyrir 18 klukkutímum

Valsmenn fá frábær tíðindi – Hedlund verður næstu tvö árin

Valsmenn fá frábær tíðindi – Hedlund verður næstu tvö árin
433
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta sagði Ronaldo þegar hann gekk inn í klefa United í fyrsta sinn – Hafði rétt fyrir sér

Þetta sagði Ronaldo þegar hann gekk inn í klefa United í fyrsta sinn – Hafði rétt fyrir sér
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

,,Ronaldo er hetja og sagan um nauðgun eru lygi“

,,Ronaldo er hetja og sagan um nauðgun eru lygi“