fbpx
433

Úrslit kvöldsins í Meistaradeildinni: Manchester City tapaði mjög óvænt – United skoraði þrjú

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 19. september 2018 20:57

Manchester City tapaði mjög óvænt í Meistaradeild Evrópu í kvöld er liðið fékk franska liðið Lyon í heimsókn.

Lyon mætti sterkt til leiks á Etihad völlinn og komst í 2-0. Bernardo Silva minnkaði muninn fyrir City í síðari hálfleik en það dugði ekki til og unnu gestirnir 2-0 sigur.

Manchester United var í litlum vandræðum í sínum leik er liðið heimsótti Young Boys frá Sviss. United hafði að lokum betur örugglega, 3-0.

Cristiano Ronaldo fékk beint rautt spjald hjá Juventus sem heimsótti spænska liðið Valencia.

Þrátt fyrir að spila stærstan hluta leiks manni færri vann Juventus 2-0 útisigur. Miralem Pjanic skoraði bæði mörk liðsins úr vítaspyrnu.

Real Madrid byrjar tímabilið vel og fagnaði sigri gegn Roma 3-0 á Santiago Bernabeu. Isco, Gareth Bale og Mariano gerðu mörkin.

Arnór Sigurðsson kom inná hjá CSKA Moskvu sem gerði 2-2 jafntefli við Plzen frá Tékklandi. Arnór spilaði síðustu tíu mínúturnar.

Þýska stórveldið Bayern Munchen var þá ekki í vandræðum í Portúgal og vann þar Benfica 2-0 sannfærandi.

Manchester City 1-2 Lyon
0-1 Maxwel Cornet(26′)
0-2 Nabil Fekir(43′)
1-2 Bernardo Silva(67′)

Young Boys 0-3 Manchester United
0-1 Paul Pogba(35′)
0-2 Paul Pogba(víti, 44′)
0-3 Anthony Martial(66′)

Valencia 0-2 Juventus
0-1 Miralem Pjanic(45′)
0-2 Miralem Pjanic(51′)

Real Madrid 3-0 Roma
1-0 Isco(45′)
2-0 Gareth Bale(58′)
3-0 Mariano(90′)

Plzen 2-2 CSKA Moskva
1-0 Michael Krmencik(29′)
2-0 Michael Krmencik(41′)
2-1 Fedor Chalov(49′)
2-2 Nikola Vlasic(víti, 95′)

Benfica 0-2 Bayern Munchen
0-1 Robert Lewandowski(10′)
0-2 Renato Sanches(54′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 10 klukkutímum

Casillas nefnir tvo bestu markmenn heims

Casillas nefnir tvo bestu markmenn heims
433
Fyrir 10 klukkutímum

Byrjunarlið Arsenal og Leicester – Aubameyang á bekknum

Byrjunarlið Arsenal og Leicester – Aubameyang á bekknum
433
Fyrir 12 klukkutímum

Mourinho útilokar að snúa aftur – Vill skrifa undir nýjan samning

Mourinho útilokar að snúa aftur – Vill skrifa undir nýjan samning
433
Fyrir 13 klukkutímum

Tottenham orðið skuldsettasta félag í Evrópu

Tottenham orðið skuldsettasta félag í Evrópu
433
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta var erfiðasti andstæðingur Vidic á ferlinum – Nenfir þá sem höfðu mestu hæfileikana

Þetta var erfiðasti andstæðingur Vidic á ferlinum – Nenfir þá sem höfðu mestu hæfileikana
433
Fyrir 17 klukkutímum

Samningstilboðum rignir yfir Usain Bolt

Samningstilboðum rignir yfir Usain Bolt