fbpx
433

Plús og mínus – Kláraði leikinn sem markmaður

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 19. september 2018 21:12

Breiðablik hefur tryggt sér sæti í Evrópudeildinni fyrir næsta tímabil eftir öruggan sigur á Fylki í kvöld.

Blikar voru í engum vandræðum með þá appelsínugulu og unnu að lokum sannfærandi 3-0 sigur.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Blikar geta svo sannarlega andað léttar eftir þennan leik. Frábær sigur og Evrópusætið tryggt þegar tvær umferðir eru eftir.

Það var nákvæmlega ekkert hik á Blikum þrátt fyrir að mikið væri undir. Kláruðu leikinn sannfærandi.

Það væri auðvelt að brotna eftir tap í úrslitum Bikarsins en þeir grænu komu sterkari til baka en áður og kláruðu verkefnið.

Arnór Gauti Ragnarsson spilaði síðustu mínúturnar í markinu hjá Blikum! Hann átti eina fína vörslu eftir aukaspyrnu.

Mínus:

Gunnleifur Vignir Gunnleifsson fékk að líta beint rautt spjald hjá Blikum í kvöld. Það er áfall fyrir liðið. Spjaldið fékk hann undir lok leiksins.

Það var mikið í húfi hjá Fylki í kvöld en liðið mætti ekki til leiks. Byrjuðu vel en virtust svo hætta eftir fyrsta markið.

Fylkir er aðeins þremur stigum frá fallsæti þegar tvær umferðir eru eftir, hefðu getað komið sér í góða stöðu með sigri.

Mætingin var mjög léleg í kvöld. Fólk virtist ekki nenna á völlinn og var stemningin mjög takmörkuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 4 klukkutímum

Hazard meiddur í baki og missir af leikjum

Hazard meiddur í baki og missir af leikjum
433
Fyrir 4 klukkutímum

20 þúsund herbergi verða úti á sjó á næsta Heimsmeistaramóti

20 þúsund herbergi verða úti á sjó á næsta Heimsmeistaramóti
433
Fyrir 6 klukkutímum

Lið helgarinnar í enska – Tveir frá United og Liverpool

Lið helgarinnar í enska – Tveir frá United og Liverpool
433
Fyrir 6 klukkutímum

Mourinho setur af stað rannsókn – Hvernig leka hlutir út frá félaginu?

Mourinho setur af stað rannsókn – Hvernig leka hlutir út frá félaginu?
433
Fyrir 17 klukkutímum

Icardi hetjan í grannaslagnum

Icardi hetjan í grannaslagnum
433
Fyrir 18 klukkutímum

Var lánaður frá Liverpool í sumar – Spilaði með liðinu í dag

Var lánaður frá Liverpool í sumar – Spilaði með liðinu í dag
433
Fyrir 19 klukkutímum

Bálreiður út í Klopp – ,,Eyðileggur ekki leikmann útaf þessu“

Bálreiður út í Klopp – ,,Eyðileggur ekki leikmann útaf þessu“
433
Fyrir 21 klukkutímum

Mikið áfall fyrir West Ham – Stjarna frá í sex mánuði

Mikið áfall fyrir West Ham – Stjarna frá í sex mánuði
433
Fyrir 21 klukkutímum

Real búið að finna arftaka Lopetegui – Minnir á Zidane

Real búið að finna arftaka Lopetegui – Minnir á Zidane