fbpx
433

Grátlegt tap Tottenham gegn Inter – Messi gerði þrennu

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 18. september 2018 18:52

Tottenham þurfti að sætta sig við tap í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld er liðið lék við Inter Milan.

Tottenham var sterkari aðilinn í leiknum í fyrri hálfleik en ekkert mark var þó skorað á fyrstu 45 mínútunum.

Christian Eriksen kom Tottenham yfir snemma í síðari hálfleik og leiddi liðið 1-0 þar til fjórar mínútur voru eftir.

Markavélin Mauro Icardi jafnaði þá metin fyrir Inter og útlit fyrir að leikurinn myndi enda í jafntefli.

Í uppbótartíma skoraði þó Matias Vecino sigurmark Inter með skalla og lokastaðan 2-1 á San Siro.

Barcelona fékk lið PSV Eindhoven í heimsókn á sama tíma og var í engum vandræðum með Hollendingana.

Lionel Messi skoraði þrennu í öruggum 4-0 sigri Börsunga og komst Ousmane Dembele einnig á blað.

Inter Milan 2-1 Tottenham
0-1 Christian Eriksen(53′)
1-1 Mauro Icardi(86′)
2-1 Matias Vecino(92′)

Barcelona 4-0 PSV
1-0 Lionel Messi(32′)
2-0 Ousmane Dembele(75′)
3-0 Lionel Messi(77′)
4-0 Lionel Messi(87′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 4 klukkutímum

Krefst þess að Chelsea reki starfsmanninn sem fagnaði í andlit Mourinho

Krefst þess að Chelsea reki starfsmanninn sem fagnaði í andlit Mourinho
433
Fyrir 4 klukkutímum

Rooney fær leyfi til að byggja vegg í anda Donald Trump

Rooney fær leyfi til að byggja vegg í anda Donald Trump
433
Fyrir 16 klukkutímum

Rooney fór útaf svekktur þrátt fyrir að hafa skorað tvö mörk

Rooney fór útaf svekktur þrátt fyrir að hafa skorað tvö mörk
433
Fyrir 16 klukkutímum

Icardi hetjan í grannaslagnum

Icardi hetjan í grannaslagnum
433
Fyrir 19 klukkutímum

Luiz: United vildi ekki spila

Luiz: United vildi ekki spila
433
Fyrir 20 klukkutímum

Markahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar

Markahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar
433
Fyrir 22 klukkutímum

Áfall fyrir Can sem fær líklega ekki að mæta United á ný

Áfall fyrir Can sem fær líklega ekki að mæta United á ný
433
Í gær

Klopp útskýrir af hverju Henderson var tekinn af velli í hálfleik

Klopp útskýrir af hverju Henderson var tekinn af velli í hálfleik