433

Perez sagður hafa neitað að koma inná – Pellegrini svarar

Victor Pálsson
Sunnudaginn 16. september 2018 19:31

Lucas Perez, leikmaður West Ham, var sagður hafa neitað að koma inná í 3-1 sigri liðsins á Everton í dag.

Perez átti að koma inná eftir meiðsli Marko Arnautovic og var greint frá því að hann hafi einfaldlega sagt nei við Manuel Pellegrini, stjóra West Ham.

Pellegrini hefur nú tjáð sig um atvikið en hann segir að Perez hafi einfaldlega ekki verið tilbúinn á hliðarlínunni.

,,Þetta er mjög einfalt. Þegar Marko meiddist þá vildi ég setja Lucas inná,“ sagði Pellegrini.

,,Ég taldi að hann væri tilbúinn að koma inná en hann sat á bekknum. Antonio var tilbúinn svo við þurftum ekki að tefja. Ég setti hann inná.“

,,Ég þurfti ekki að útskýra þetta fyrir Lucas. Ég þarf ekki að útskýra neitt og þá sérstaklega ekki á meðan leikurinn var í gangi. Ég get gert það í vikunni.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 6 klukkutímum

Neitar að gagnrýna Mourinho – Vill taka við sama starfi í framtíðinni

Neitar að gagnrýna Mourinho – Vill taka við sama starfi í framtíðinni
433
Fyrir 7 klukkutímum

Upphæðin sem Mourinho hefur eytt hjá Manchester United

Upphæðin sem Mourinho hefur eytt hjá Manchester United
433
Fyrir 10 klukkutímum

Setti nýtt met í ensku úrvalsdeildinni

Setti nýtt met í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Enn eitt áfallið fyrir landsliðið – Gylfi ekki með

Enn eitt áfallið fyrir landsliðið – Gylfi ekki með
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Var of aumur til að spila fyrir Liverpool

Var of aumur til að spila fyrir Liverpool
433
Fyrir 12 klukkutímum

United getur valið á milli þriggja leikmanna ef Pogba snýr aftur

United getur valið á milli þriggja leikmanna ef Pogba snýr aftur