fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433

Mourinho lét blaðamenn heyra það og sakaði marga um lygar – Sjáðu hvað hann sagði

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 14. september 2018 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho stjóri Manchester United hefur fengið nóg af umræðu hjá enskum blaðamönnum og sérfræðingum um Marcus Rashford.

Margir hafa ráðlagt Rashford að fara frá United og mikið er rætt um að hann spili ekki nóg.

Mourinho hafði undirbúið sig vel fyrir blaðamannafund í dag og hafði mikið til síns máls.

,,Talandi um Marcus, ég held ég geti átt von á því á sunnudag að ég verði gagnrýndur fyrir að spila honum á morgun. Sumir af ykkur eru með mig á heilanum og sumir af ykkur viljið ljúga mikið,“ sagði Mourinho.

,,Ég get því búist við því að á sunnudag vakna einhverjir af ykkur og hugsið fyrst um Jose Mourinho. Ég get því ímyndað mér að ég verði gagnrýndur fyrir að spila ekki Rashford, það er ekki mitt val. Hann er í banni, þið ættuð því að minna ykkur á það.“

Mourinho hélt svo áfram og sagðist ekki vera að tala til blaðamanna, heldur til stuðningsmanna United.

,,Ég ætla að gera eitt, ekki fyrir ykkur, heldur fyrir stuðningsmenn United. Ég ætla að eyða tveimur mínútum í það.“

,,Tímabilið 2016/17 þá spilaði Rashford 32 leiki í úrvalsdeildinni, 11 í Evrópudeildinni, þar á meðal úrslitaleikinn, þrjá í enska bikarnum og sex í deildarbikarnum og úrslitaleikinn þar. Einnig Samfélagsskjöldinn.“

,,Hann lék 53 leiki, ef þú skoðar mínútur þá eru það 3068 og ef þu deilir því í 90 mínútur þá eru þeð 34,2 leikir. Tímabilið 2016/17.“

,,Tímabilið 2017/18 þá lék hann 35 leiki í deildinni, átta í Meistaradeildinni, fimm í enska bikarnum, þrjá í deildarbikarnum og leikinn um Ofurbikarinn.“

,,Hann spilaði 52 leiki, 2676 mínútur og ef þú deilir því í 90 mínútur þá eru það 29,7 leikir. Á tveimur tímabilum með mér hefur hannn spilað 105 leiki, 5774 mínútur, 63,7 leiki af 90 mínútum. Fimm úrslitaleiki, fólk sem talar um lítinn spilatíma. Það veit lítið.“

,,Rashford er ekki Dominic Solanke, Ruben Loftus-Cheek eða Dominic Calvert-Lewin. Hann er Marcus Rashford, leikmaður Manchester United. Með ótrúlegan fjölda leika, ótrúlegan fjölda mínútna á meðal þeirra bestu í bestu keppnunum.“

,,Stuðningsmenn Manchester United, bara fyrir ykkur. Til að þið vitið hvað við erum að gera fyrir Marcus, Luke Shaw, Jesse Lingard og Scott McTominay. Þetta er það sem við erum að gera.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Högg í maga enskra stórliða

Högg í maga enskra stórliða
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir yfir þessari ákvörðun Klopp í kvöld

Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir yfir þessari ákvörðun Klopp í kvöld
433
Fyrir 17 klukkutímum

Evrópudeildin: Ensku liðin bæði úr leik – Roma henti Milan úr keppni

Evrópudeildin: Ensku liðin bæði úr leik – Roma henti Milan úr keppni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eftir vonbrigðin í gær hefur Pep ákveðið hvert aðalskotmark sitt í sumar verður

Eftir vonbrigðin í gær hefur Pep ákveðið hvert aðalskotmark sitt í sumar verður
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni
433Sport
Í gær

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
433Sport
Í gær

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær