fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
433

Tufa hættir með KA eftir tímabilið

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 13. september 2018 17:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA í Pepsi-deild karla, mun hætta með liðið eftir þetta tímabil.

Þetta staðfesti félagið í dag en sameiginleg ákvörðun var tekin um að Tufa myndi stíga til hliðar.

KA hefur átt ágætis sumar til þessa en liðið situr í sjöunda sæti deildarinnar og er nánast alveg öruggt frá falli.

Tilkynning KA:

Að undanförnu hafa stjórn knd. KA og Tufa, þjálfari Pepsídeildar liðs KA, átt í viðræðum um endurnýjun á samstarfssamningi þessara aðila, en núverandi samningur rennur út í lok þessa tímabils. Aðilar hafa komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu, að það þjóni hagsmunum beggja aðila að staldra við og endurnýja ekki samninginn.

Tufa, þá aðstoðarþjálfari félagsins, tók við stjórn karlaliðs KA í ágúst 2015 þegar Bjarni Jóhannsson lét af störfum sem þjálfari liðsins, en liðið var þá í 1. deildinni. Ári síðar, á fyrsta heila starfsári Tufa, tókst liðinu ætlunarverk sitt að komast á ný upp í deild hinna bestu, eftir þrettán ára fjarveru. Hefur liðið á þessum tíma náð að festa sig í sessi sem vel spilandi Pepsídeildarlið.

Tufa kom fyrst til KA sem leikmaður árið 2006. Hann hefur sinnt þjálfun yngri flokka hjá félaginu með góðum árangri, áður en hann tók við sem þjálfari meistaraflokks karla. Tufa er í miklum metum hjá öllu KA fólki og á hann þátt í þjálfun flestra krakka sem æft hafa knattspyrnu hjá félaginu á s.l. áratug eða svo.

„Ég hef náð þeim markmiðum með liðið sem við settum okkur er ég tók við fyrir þremur árum. Ég er ungur þjálfari með mikinn metnað sem vill ná enn lengra og tel tímapunktinn nú hentugan til að finna mér annað verkefni sem nær að ögra mér enn frekar. Ég er þakklátur KA fyrir það tækifæri sem ég fékk til að taka við liðinu á sínum tíma og er stoltur af þeim árangri sem við höfum náð saman. Ég er viss um að liðið er tilbúið til að takast á við baráttuna í Pepsi-deildinni á komandi árum. Vissulega er erfitt að kveðja strákana og félagið í heild sinni en ég tel leikmönnum það fyrir bestu að þeir fái aðrar hugmyndir og ögranir með nýjum þjálfara.“ segir Tufa sem hefur innt af hendi gríðarlega vinnu við þjálfun og stjórnun liðsins á s.l. árum.

„Þetta eru mikil tímamót fyrir félagið“, segir Hjörvar Maronsson formaður knattspyrnudeildar KA. „Tufa er einn af okkar bestu drengjum, búinn að skila frábærum árangri fyrir félagið sem við erum þakklát fyrir. Við stöndum nú á ákveðnum krossgötum þar sem við viljum taka nýja stefnu og þurfum því að taka nýjar ákvarðanir um uppbyggingu liðsins, sem og deildarinnar. Eftir samræður okkar á milli var ljóst að við og Tufa deilum þessari sýn fyrir félagið. Það eru spennandi tímar framundan fyrir KA, við höfum stórar hugmyndir um uppbyggingu á allri aðstöðu félagsins á KA svæðinu, en hugmyndir þess efnis voru kynntar að fjölmennum félagsfundi í KA s.l. vor. Ég veit að Tufa mun eiga sér glæsta framtíð sem þjálfari, hvort sem er hérlendis, eða utan landssteinanna og óska ég honum alls hins besta í framtíðinni.

Tufa mun stýra liði KA út tímabilið en eftir eru þrír leikir sem leiknir verða í þessum mánuði. Tufa verður svo formlega kvaddur á lokahófi félagsins í vertíðarlok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 7 klukkutímum

Sarri gagnrýnir Kante – Ekki góður í þessu

Sarri gagnrýnir Kante – Ekki góður í þessu
433
Fyrir 8 klukkutímum

Vonar að fyrrum samherji ‘lemji sig’ í kvöld

Vonar að fyrrum samherji ‘lemji sig’ í kvöld
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Lára fór að stela mat af ömmu og afa vegna fíknar

Lára fór að stela mat af ömmu og afa vegna fíknar
433
Fyrir 11 klukkutímum

Tekur Lampard við Chelsea: Svona væri draumalið hans

Tekur Lampard við Chelsea: Svona væri draumalið hans
433
Fyrir 12 klukkutímum

Er Liverpool að missa flugið? – Tölfræði ársins er ekki góð

Er Liverpool að missa flugið? – Tölfræði ársins er ekki góð
433
Fyrir 13 klukkutímum

Svona hefur Liverpool gengið á Old Trafford eftir að Ferguson hætti

Svona hefur Liverpool gengið á Old Trafford eftir að Ferguson hætti
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bjó til lygasögu, keyrði fullur, var handtekinn og nú er hann í frystikistunni

Bjó til lygasögu, keyrði fullur, var handtekinn og nú er hann í frystikistunni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tómas Ingi sér ljós við enda ganganna: 200 dagar á spítala – ,,Að ég sé ekki bundinn hjólastól eða á hækjum“

Tómas Ingi sér ljós við enda ganganna: 200 dagar á spítala – ,,Að ég sé ekki bundinn hjólastól eða á hækjum“