fbpx
433

Sverrir Ingi: Lukaku er nautsterkur

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 11. september 2018 21:44

Sverrir Ingi Ingason, leikmaður íslenska landsliðsins, ræddi við blaðamenn eftir 3-0 tap gegn Belgíu í kvöld.

Sverrir var mun ánægðari með spilamennsku liðsins í kvöld en í 6-0 tapi gegn Sviss á laugardag.

,,Við spiluðum töluvert betur í dag en á laugardaginn, þetta var ekki ásættanlegt á laugardaginn,” sagði Sverrir.

,,Við vorum staðráðnir í því að koma til baka og sýna það að við gætum varist sem lið og að það væri smá andi í þessu og attitude.”

,,Við byrjuðum leikinn mjög vel en svo ná þeir inn tveimur mörkum á stuttum tíma og það drap. Við hengdum ekki haus eins og á laugardag og duttum í eitthvað sem við eigum ekki að gera.”

,,Belgía er lið í heimsklassa, þeir eru með leikmenn sem eru í bestu félagsliðum í heimi og eru eru ásamt Frökkum eitt besta landslið heims í dag.”

Sverrir fékk dæmda á sig vítaspyrnu í fyrri hálfleik en hann braut þá á framherjanum Romelu Lukaku.

,,Það er erfitt að eiga við Lukaku í stóru svæði einn á einn. Hann er nautsterkur og kemst fram fyrir mig og ég reyni að trufla hann. Víti eða ekki, ég veit það ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 10 klukkutímum

Óli Kristjáns: Eitthvað gut feeling að setja einn í viðbót

Óli Kristjáns: Eitthvað gut feeling að setja einn í viðbót
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Óli Jó um ummæli Rúnars: Ég hef aldrei talað um Keflavík við einn eða neinn

Óli Jó um ummæli Rúnars: Ég hef aldrei talað um Keflavík við einn eða neinn
433
Fyrir 12 klukkutímum

Pedro Hipolito fær ekki nýjan samning hjá Fram

Pedro Hipolito fær ekki nýjan samning hjá Fram
433
Fyrir 12 klukkutímum

Augljóst af hverju Sarri fékk Jorginho – Mögnuð staðreynd

Augljóst af hverju Sarri fékk Jorginho – Mögnuð staðreynd
433
Fyrir 13 klukkutímum

Balotelli fær gagnrýni frá samherja – Tekur enga ábyrgð

Balotelli fær gagnrýni frá samherja – Tekur enga ábyrgð
433
Fyrir 13 klukkutímum

Var frábær undir stjórn Klopp – Vill sjá þá vinna saman á ný

Var frábær undir stjórn Klopp – Vill sjá þá vinna saman á ný
433
Fyrir 13 klukkutímum

Öll byrjunarliðin á einum stað – Hvað gerist í Pepsi-deildinni?

Öll byrjunarliðin á einum stað – Hvað gerist í Pepsi-deildinni?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eignaðist þrjú börn með þremur konum á sex vikum

Eignaðist þrjú börn með þremur konum á sex vikum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gunnar Heiðar leggur skóna á hilluna – ,,Kóngurinn kveður“

Gunnar Heiðar leggur skóna á hilluna – ,,Kóngurinn kveður“