fbpx
433

Emil: Ég var vel tæpur

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 11. september 2018 22:08

Emil Hallfreðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, spilaði 85 mínútur í dag er liðið tapaði 3-0 gegn Belgíu.

Emil segir að spilamennska liðsins í kvöld hafi klárlega verið betri en gegn Sviss í 6-0 tapi á laugardag.

,,Mér fannst við byrja ágætlega eða af krafti myndi ég segja. Svo fengu þeir þetta víti sem var svolítið svona..” sagði Emil.

,,Þeir voru mikið með boltann og við að verjast og loka svæðum en það virkaði þéttar en í síðasta leik. Við fengum þetta víti á okkur og svo fast leikatriði sem við eigum að vera betri í að verjast.”

,,Í seinni hálfleik fengum við smá sjálfstraust í að halda boltanum, þeir komnir í 2-0 og náðum að skapa okkur aðeins en eins og ég segi, 2-0 hefði verið eðlilegt. Við erum að spila gegn liði sem er númer tvö á heimslistanum.”

,,Ég var vel tæpur fyrir leik, maður var smá smeykur við þennan leik þannig séð því maður hefur ekki æft á fullu undanfarið en mér leið ágætlega.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 4 klukkutímum

Thibaut Courtois er markvörður ársins

Thibaut Courtois er markvörður ársins
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Salah skoraði fallegasta mark ársins – Sjáðu markið sem vann Puskas verðlaunin

Salah skoraði fallegasta mark ársins – Sjáðu markið sem vann Puskas verðlaunin
433
Fyrir 5 klukkutímum

United og Barcelona geta ekki fengið Pepe

United og Barcelona geta ekki fengið Pepe
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Viðurkennir að hann hafi aldrei verið eins og Ronaldo – ,,Fór í fótbolta í gær og kafnaði næstum vegna reykinga“

Viðurkennir að hann hafi aldrei verið eins og Ronaldo – ,,Fór í fótbolta í gær og kafnaði næstum vegna reykinga“
433
Fyrir 7 klukkutímum

Ranieri útilokar ekki að snúa aftur

Ranieri útilokar ekki að snúa aftur
433
Fyrir 8 klukkutímum

Grealish með nýjan samning og rosalega klásúlu

Grealish með nýjan samning og rosalega klásúlu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Heimir Hallgrímsson blæs á sögurnar sem voru í Pepsimörkunum

Heimir Hallgrímsson blæs á sögurnar sem voru í Pepsimörkunum
433
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu gjöfina sem Pele sendi Mbappe

Sjáðu gjöfina sem Pele sendi Mbappe