fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433

Allt í steik hjá írska landsliðinu efitr að skilaboð láku út – Roy Keane að kalla leikmenn píkur og fleira til

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 11. september 2018 09:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er allt í steik hjá írska landsliðinu eftir að skilaboð frá einum leikmanna liðsins láku út, þar var hann að segja frá sögum af Roy Keane aðstoðarþjálfara liðsins.

Martin O´Neill þjálfari Wales hefur komið Keane til varnar en Keane var að lesa yfir Jonathan Walters og Harry Arter.

Keane er harður í horn að taka en það var Stepehn Ward bakvörður Burnley sem sendi skilaboðin á vini sína.

Vinir hans láku því svo í blöðin og er allt í háalofti hjá írska liðinu en Keane ætlar að biðja Arter afsökunar.

,,Roy var að láta strákana heyra það fyrir að æfa ekki þrjá daga í röð, Walters var tæpur í hnénu og gat ekki æft alla daga,“ sagði Ward.

,,Þeir voru á æfingasvæðinu, Walters og Harry og sátu á bekknum. Þeir voru að slaka á, Keane labbaði til þeirra og fór að spyrja af hverju þeir væru ekki að æfa. Hann vissi það vel því þjálfarinn hafði sagt honum það. Þeir sögðust ekki geta æft svona þétt en þá svaraði Keane ´Hvað eru þið? Atvinnumenn í fótbolta? Þið eruð ykkur til skammar´“. Þeir sögðu ekkert og Keane fór en kom aftur ´Hvenær ætlið þið að æfa? Ég fæ ógeð af fólki sem nennir ekki að æfa, hvað er að ykkur?´“. Þeir sögðust vera meiddir.“

,,Keane gekk í burtu og sagði eitthvað og Walters sturlaðist, hann stökk af bekknum og gekk á eftir honum og tók í höndina á honum. Hann fór að spyrja Keane hvað væri í gangi, hann sagði honum að tala við sig ef það væru vandamál en ekki að ganga í burtu. Keane sagðist ekki þola leikmenn sem æfa ekki og sagðist vel skilja af hverju Sean Dyche væri ekki að spila honum.“

,,Roy fór að ræða eitthvað þegar hann og Walters voru saman hjá Ipswich, þar áttu þeir í striði. Keane spurði hvort að Walters væri að hóta honum eins og hjá Ipswich? Walters svaraði honum hvort hann ætlaði að vera sami skíthæll og þá og senda sekt í pósti en ekki segja honum frá því.“

,,Liðið kom svo frá Frakklandi og Harry var ekki að æfa aftur, þar fór Keane inn til hans í meðferð sem Harry var í og sagði að hann væri helvítis píka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fylkir kaupir Sigurberg frá Stjörnunni

Fylkir kaupir Sigurberg frá Stjörnunni
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Leikmenn Coventry steinhissa á því hversu lélegur þessi leikmaður United var

Leikmenn Coventry steinhissa á því hversu lélegur þessi leikmaður United var
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Liverpool að hætta í Nike og fara líklega í Adidas – Fá þó ekki sömu kjör og United

Liverpool að hætta í Nike og fara líklega í Adidas – Fá þó ekki sömu kjör og United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arsenal tók Chelsea og slátraði þeim – Tylltu sér á toppinn

Arsenal tók Chelsea og slátraði þeim – Tylltu sér á toppinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fer De Bruyne til Sádí Arabíu í sumar?

Fer De Bruyne til Sádí Arabíu í sumar?