fbpx
433

Segir að Rashford verði aldrei markaskorari hjá United – Þarf að komast annað

Victor Pálsson
Mánudaginn 10. september 2018 18:00

Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, þarf að fara annað ef hann vill fá að spila í fremstu víglínu.

Þetta segir Alan Shearer, markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar en hann horfði á Rashford spila með Englandi gegn Spáni um helgina.

Rashford skoraði eina mark Englands í 2-1 tapi en hann fékk fleiri færi til að skora.

Shearer segir að Rashford muni aldrei verða aðalmaðurinn hjá United þar sem hann er mikið notaður á vængnum.

,,Ég er mikill aðdáandi Marcus Rashford. Hann kemur sér í góðar stöður og hleypur fyrir aftan varnarmennina,” sagði Shearer.

,,Hann er alltaf ógnandi. Hann sýndi það með markinu sínu á Wembley hvað hans leikur snýst um.”

,,Hann klikkaði á tveimur færum til að tryggja Englandi stig í leiknum og það sýnir líka á hvaða stað hann er.”

,,Framherji sem fær reglulega að spila hefði alveg örugglega ekki klikkað á þessum færum.”

,,Ef hann vill verða þekktur fyrir það að vera frábær markaskorari þá gerist það ekki hjá Manchester United.”

,,Hann þyrfti að koma sér annað og fá loforð um það að hann yrði fremstur. Ég trúi því að hann geti orðið markaskorari.”

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 6 klukkutímum

Brendan Rodgers og félagar í vandræðum – ,,Þeir nenna þessu ekki“

Brendan Rodgers og félagar í vandræðum – ,,Þeir nenna þessu ekki“
433
Fyrir 7 klukkutímum

Byrjunarlið Manchester United og Derby – Pogba ekki í hóp

Byrjunarlið Manchester United og Derby – Pogba ekki í hóp
433
Fyrir 8 klukkutímum

Modric ekki sá besti heldur Messi

Modric ekki sá besti heldur Messi
433
Fyrir 8 klukkutímum

Pogba verður aldrei fyrirliði Manchester United aftur

Pogba verður aldrei fyrirliði Manchester United aftur
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Benedikt Bóas lætur „báknið“ í Laugardalnum heyra það – ,,KSÍ hefur ekki áhuga á Pepsi deildinni“

Benedikt Bóas lætur „báknið“ í Laugardalnum heyra það – ,,KSÍ hefur ekki áhuga á Pepsi deildinni“
433
Fyrir 11 klukkutímum

„Anton Ari var aðeins of linur fyrir minn smekk í þessu atviki og það kostaði þá tapið“

„Anton Ari var aðeins of linur fyrir minn smekk í þessu atviki og það kostaði þá tapið“
433
Fyrir 14 klukkutímum

Stjörnur United stoppuðu bíla sína til að gleðja fatlaðan stuðningsmann

Stjörnur United stoppuðu bíla sína til að gleðja fatlaðan stuðningsmann
433
Fyrir 14 klukkutímum

FC Sækó fær verðlaun fyrir besta grasrótarverkefni ársins 2018 hjá UEFA

FC Sækó fær verðlaun fyrir besta grasrótarverkefni ársins 2018 hjá UEFA