fbpx
433

Lofar að gera ekki það sama og Alisson

Victor Pálsson
Laugardaginn 8. september 2018 11:59

Jordan Pickford, landsliðsmarkvörður Englands, lofar því að hann mun ekki reyna það sama og Alisson, markvörður Liverpool hefur boðið upp á í byrjun tímabils.

Alisson er mjög kokhraustur með boltann og hikar ekki við að taka andstæðinga á, eitthvað sem kom í bakið á honum í síðasta leik gegn Leicester.

Pickford lofar því að hann ætli ekki að reyna það sama í leik með landsliðinu en segir einnig að mistök muni gerast.

,,Ég reyni að forðast það að leika svona kúnstir því ég vil ekki missa boltann. Þetta er áhætta – ef hún heppnast þá lítur þú vel út en ef ekki…” sagði Pickford.

,,Þetta tilheyrir ákveðnum leikstíl og ég held að Liverpool spili svona. Þetta mun gerast. Ef markvörður gerir mistök þá eru þau alltaf stór.”

,,Mistök gerast og þetta snýst um að gera þau ekki aftur. Ég mun reyna að forðast það að koma mér í svona stöðu.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 5 klukkutímum

Mourinho óánægður með sína menn: Áttum þessa refsingu skilið

Mourinho óánægður með sína menn: Áttum þessa refsingu skilið
433
Fyrir 6 klukkutímum

Jón Daði raðar inn mörkum – Birkir í kuldanum

Jón Daði raðar inn mörkum – Birkir í kuldanum
433
Fyrir 7 klukkutímum

500. markaskorari í sögu Manchester United

500. markaskorari í sögu Manchester United
433
Fyrir 7 klukkutímum

Horfir reglulega á myndbönd af Scholes á YouTube – Vill læra eitthvað nýtt

Horfir reglulega á myndbönd af Scholes á YouTube – Vill læra eitthvað nýtt
433
Fyrir 11 klukkutímum

Carragher vorkennir sínum fyrrum stjóra – ,,Af hverju er hann ennþá þarna?“

Carragher vorkennir sínum fyrrum stjóra – ,,Af hverju er hann ennþá þarna?“
433
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta er besti leikmaður sem Lamela hefur séð

Þetta er besti leikmaður sem Lamela hefur séð