fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
433

Valur svarar dómaravalinu – ,,Tilviljun eða meðvituð ákvörðun að hann hafi ekki dæmt leik hjá Stjörnunni í sumar?“

Victor Pálsson
Mánudaginn 3. september 2018 18:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild Vals hefur sent frá sér tilkynningu eftir ummæli sem Kristinn Jakobsson, formaður dómaranefndar KSÍ, lét falla.

Kristinn svaraði ummælum Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals, sem gagnrýndi það að Einar Ingi Jóhannsson hafi dæmt leik KA og Vals í Pepsi-deildinni um helgina.

Ólafur kom fram í viðtali eftir leikinn og greindi frá því að Einar væri harður Stjörnumaður en Stjarnan og Valur berjast um Íslandsmeistaratitilinn.

Valur hefur nú svarað og má sjá tilkynningu félagsins hér fyrir neðan en ákvörðun KSÍ er gagnrýnd sem og ummæli Kristins.

Tilkynning Vals:

Vegna ummæla formanns dómaranefnar KSÍ í fjölmiðlum vill Valur koma eftirfarandi á framfæri.

Í leik KA og Vals sem fór fram 2.september síðastliðinn setti KSÍ, Einar Inga Jóhannsson yfirlýstan Stjörnumann á sem dómara umrædds leiks. Staða Vals og Stjörnunnar í deildinni er þannig að þessi lið eru í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn ásamt Breiðablik.

Einar Ingi hefur, utan þess að dæma í deildakeppninni, leikið fjölmarga leiki fyrir meistaraflokk Stjörnunna og er ákafur stuðningsmaður þeirra ásamt því að hafa leikð með venslafélagi Stjörnunnar KFG.
Það er í raun áhyggjuefni að KSÍ hafi sýnt slíkt dómgreindarleysi og sett Einar Inga á umræddan leik og þar með sett Einar Inga, Val og Stjörnuna í óþægilegu stöðu, burt séð frá frammistöðu dómarans í leiknum. Það geta vart talist fagleg vinnubrögð og hefur rýrt trúverðuleika knattspyrnunnar.

Kristinn Jakobsson formaður dómaranefndar kemur fram í fjölmiðlum og fer mikinn og ver þennan gjörning KSÍ og telur að dómari leiksins hafi ekki verið settur í neina óþægilega stöðu með því að dæma þennan leik.

“ Dómarar eru alltaf að leita að áskorunum og okkar bestu menn eru alltaf til í að dæma alla leiki “.

Það mætti spyrja hvort það sé tilviljun eða meðvituð ákvörðun að Einar Ingi hafi ekki verið settur á leiki hjá Stjörnunni í sumar? Það eru vonbrigði að formaður dómaranefndar KSÍ sjái ekki hversu óheppilegt þetta var og viðurkenni mistök þessi og þ.a.l komi í veg fyrir að þau gerist aftur, knattspyrnunni til heilla.

Með ákvörðun sem þessari þá er KSÍ að setja alla hlutaðeigandi aðila í erfiða stöðu og bjóða uppá að einhver orð fjúki í hita leiksins og það má í raun spyrja um orsök og afleiðingu.

Stjórn Knattspyrnudeildar Vals

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 13 klukkutímum

Segir að sínir menn spili með ‘hjálm’ um helgina

Segir að sínir menn spili með ‘hjálm’ um helgina
433
Fyrir 14 klukkutímum

BATE staðfestir kaup sín á Willum

BATE staðfestir kaup sín á Willum
433
Fyrir 16 klukkutímum

Landsliðshópur kvenna sem fer til Algarve: Sandra María og Dagný með

Landsliðshópur kvenna sem fer til Algarve: Sandra María og Dagný með
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mynd: Rooney áfram með hringinn sinn en eiginkonan ekki

Mynd: Rooney áfram með hringinn sinn en eiginkonan ekki
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sturluð upphæð sem Mourinho hefur þénað fyrir það að vera rekinn

Sturluð upphæð sem Mourinho hefur þénað fyrir það að vera rekinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu þegar Svíar „réðust“ á Hazard

Sjáðu þegar Svíar „réðust“ á Hazard