fbpx
433

2.deild: Afturelding með frábæra endurkomu – Grótta vann góðan sigur

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 21. ágúst 2018 21:12

Afturelding er á toppi 2.deildar karla eftir 17. umferð sumarsins sem fór fram í kvöld en liðið vann Kára í toppslag.

Kári byrjaði leikinn mun betur og komst í 2-0 en gestirnir sneru leiknum sér í vil og unnu að lokum góðan 3-2 sigur.

Afturelding er nú með jafn mörg stig og Grótta á toppi deildarinnar en Grótta mætti liði Vestra fyrr í dag.

Grótta vann þann leik með þremur mörkum gegn tveimur en liðið kom til baka eftir að hafa lent 2-1 undir.

Huginn mistókst að laga stöðu sína á botni deildarinnar en liðið þurfti að sætta sig við 1-0 tap gegn Fjarðabyggð. Huginn er með aðeins níu stig á botninum, fimm stigum frá öruggu sæti.

Völsungur vann þá öruggan 4-1 sigur á Leikni F, Þróttur Vogum og Víðir skildu jöfn 1-1 og Tindastóll tryggði sér sigur gegn Hetti á lokasekúndunum á Sauðarkróki.

Kári 2-3 Afturelding
1-0 Alexander Már Þorláksson
2-0 Ragnar Már Lárusson
2-1 Elvar Ingi Vignisson(víti)
2-2 Alexander Aron Davorsson
2-3 Jose Miguel Barranco

Grótta 3-2 Vestri
0-1 Pétur Bjarnason
1-1 Arnar Þór Helgason
1-2 James Mack
2-2 Pétur Theodór Árnason
3-2 Pétur Theodór Árnason

Huginn 0-1 Fjarðabyggð
0-1 Javier Angel Chocano

Þróttur V. 1-1 Víðir

Tindastóll 1-0 Höttur
1-0 Stefan Antonio Lamanna

Völsungur 4-1 Leiknir F.
1-0 Guðmundur Óli Steingrímsson(víti)
2-0 Sæþór Olgeirsson
2-1 Povilas Krasnovskis
3-1 Guðmundur Óli Steingrímsson(víti)
4-1 Ásgeir Kristjánsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 11 klukkutímum

Óli Kristjáns: Eitthvað gut feeling að setja einn í viðbót

Óli Kristjáns: Eitthvað gut feeling að setja einn í viðbót
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Óli Jó um ummæli Rúnars: Ég hef aldrei talað um Keflavík við einn eða neinn

Óli Jó um ummæli Rúnars: Ég hef aldrei talað um Keflavík við einn eða neinn
433
Fyrir 12 klukkutímum

Pedro Hipolito fær ekki nýjan samning hjá Fram

Pedro Hipolito fær ekki nýjan samning hjá Fram
433
Fyrir 13 klukkutímum

Augljóst af hverju Sarri fékk Jorginho – Mögnuð staðreynd

Augljóst af hverju Sarri fékk Jorginho – Mögnuð staðreynd
433
Fyrir 13 klukkutímum

Balotelli fær gagnrýni frá samherja – Tekur enga ábyrgð

Balotelli fær gagnrýni frá samherja – Tekur enga ábyrgð
433
Fyrir 13 klukkutímum

Var frábær undir stjórn Klopp – Vill sjá þá vinna saman á ný

Var frábær undir stjórn Klopp – Vill sjá þá vinna saman á ný
433
Fyrir 14 klukkutímum

Öll byrjunarliðin á einum stað – Hvað gerist í Pepsi-deildinni?

Öll byrjunarliðin á einum stað – Hvað gerist í Pepsi-deildinni?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eignaðist þrjú börn með þremur konum á sex vikum

Eignaðist þrjú börn með þremur konum á sex vikum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gunnar Heiðar leggur skóna á hilluna – ,,Kóngurinn kveður“

Gunnar Heiðar leggur skóna á hilluna – ,,Kóngurinn kveður“