fbpx
433

Valsmenn unnu frábæran sigur á Blikum – Fjölnir jafnaði í blálokin

Victor Pálsson
Mánudaginn 20. ágúst 2018 19:58

Íslandsmeistarar Vals unnu gríðarlega mikilvægan sigur í Pepsi-deild karla í kvöld er liðið heimsótti Breiðablik í Kópavoginn.

Valsmenn voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og gerðu tvö mörk en Patrick Pedersen sá um að skora þau.

Blikar mættu sterkir til leiks í síðari hálfleik og á 70. mínútu leiksins lagaði Thomas Mikkelsen stöðuna fyrir þá grænu eftir mistök Antons Ara í marki Vals.

Dion Acoff gerði hins vegar út um leikinn fyrir Val á 82. mínútu og kom gestunum í 3-1 og reyndist það síðasta mark leiksins.

Valsmenn eru nú á toppi deildarinnar með leik til góða en liðið er einu stigi á undan Blikum.

Víkingur Reykjavík og Fjölnri skildu jöfn á sama tíma en Fjölnismenn tryggðu stig í þeim leik í blálokin,

Eftir að hafa lent 1-0 undir komu Víkingar sterkir til baka og þeir Rick Ten Voorde og Arnþór Ingi Kristinsson sáu um koma gestunum yfir.

Guðmundur Karl Guðmundsson jafnaði metin fyrir Fjölni á 94. mínútu leiksins í Grafarvogi og lokastaðan 2-2.

Breiðablik 1-3 Valur
0-1 Patrick Pedersen(víti, 34′)
0-2 Patrick Pedersen(45′)
1-2 Thomas Mikkelsen(70′)
1-3 Dion Acoff(82′)

Fjölnir 2-2 Víkingur R.
1-0 Ægir Jarl Jónasson(37′)
1-1 Rick Ten Voorde(53′)
1-2 Arnþór Ingi Kristinsson(73′)
2-2 Guðmundur Karl Guðmundsson(94′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 3 klukkutímum

Thibaut Courtois er markvörður ársins

Thibaut Courtois er markvörður ársins
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Salah skoraði fallegasta mark ársins – Sjáðu markið sem vann Puskas verðlaunin

Salah skoraði fallegasta mark ársins – Sjáðu markið sem vann Puskas verðlaunin
433
Fyrir 4 klukkutímum

United og Barcelona geta ekki fengið Pepe

United og Barcelona geta ekki fengið Pepe
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Viðurkennir að hann hafi aldrei verið eins og Ronaldo – ,,Fór í fótbolta í gær og kafnaði næstum vegna reykinga“

Viðurkennir að hann hafi aldrei verið eins og Ronaldo – ,,Fór í fótbolta í gær og kafnaði næstum vegna reykinga“
433
Fyrir 6 klukkutímum

Ranieri útilokar ekki að snúa aftur

Ranieri útilokar ekki að snúa aftur
433
Fyrir 7 klukkutímum

Grealish með nýjan samning og rosalega klásúlu

Grealish með nýjan samning og rosalega klásúlu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Heimir Hallgrímsson blæs á sögurnar sem voru í Pepsimörkunum

Heimir Hallgrímsson blæs á sögurnar sem voru í Pepsimörkunum
433
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu gjöfina sem Pele sendi Mbappe

Sjáðu gjöfina sem Pele sendi Mbappe