fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
433

Segir að Pochettino vilji komast til Manchester United

Victor Pálsson
Laugardaginn 18. ágúst 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jermaine Jenas, fyrrum miðjumaður Tottenham, telur að Mauricio Pochettino vilji mikið fá tækifæri hjá Manchester United á ferlinum.

Pochettino hefur gert frábæra hluti með Tottenham og hefur verið orðaður við brottför til stærra félags.

Jenas telur að Pochettino vilji fara til United en Jose Mourinho er við stjórnvölin þar þessa stundina.

,,Þeir hafa verið að eltast við hann í langan tíma og þetta yrði stórt próf. Ég held að innst inni þá vilji hann þetta mest,“ sagði Jenas.

,,Það eru aðeins Manchester United og Real Madrid sem vekja alvöru áhuga hans.“

,,Jurgen Klopp er ekki að fara neitt, Chelsea skiptir um stjóra á hverri mínútu og ef hann færi þangað myndi það skemma allt sem hann hefur gert hjá Tottenham.“

,,Það eru bara tvö félög þarna. Það er hægt að nefna Bayern og Paris Saint-Germain en ég held að hann vilji halda áfram á Englandi eða fara aftur til Spánar.“

,,Ef Mourinho yfirgefur Manchester United þá kæmi það mér ekki á óvart ef þeir reyna mikið við Pochettino. Miðað við það sem hefur gerst hjá Spurs kæmi mér það á óvart ef hann væri þar áfram.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 7 klukkutímum

Sarri gagnrýnir Kante – Ekki góður í þessu

Sarri gagnrýnir Kante – Ekki góður í þessu
433
Fyrir 8 klukkutímum

Vonar að fyrrum samherji ‘lemji sig’ í kvöld

Vonar að fyrrum samherji ‘lemji sig’ í kvöld
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Lára fór að stela mat af ömmu og afa vegna fíknar

Lára fór að stela mat af ömmu og afa vegna fíknar
433
Fyrir 10 klukkutímum

Tekur Lampard við Chelsea: Svona væri draumalið hans

Tekur Lampard við Chelsea: Svona væri draumalið hans
433
Fyrir 12 klukkutímum

Er Liverpool að missa flugið? – Tölfræði ársins er ekki góð

Er Liverpool að missa flugið? – Tölfræði ársins er ekki góð
433
Fyrir 12 klukkutímum

Svona hefur Liverpool gengið á Old Trafford eftir að Ferguson hætti

Svona hefur Liverpool gengið á Old Trafford eftir að Ferguson hætti
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bjó til lygasögu, keyrði fullur, var handtekinn og nú er hann í frystikistunni

Bjó til lygasögu, keyrði fullur, var handtekinn og nú er hann í frystikistunni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tómas Ingi sér ljós við enda ganganna: 200 dagar á spítala – ,,Að ég sé ekki bundinn hjólastól eða á hækjum“

Tómas Ingi sér ljós við enda ganganna: 200 dagar á spítala – ,,Að ég sé ekki bundinn hjólastól eða á hækjum“