fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433

Óli Kristjáns pirraður: Óþolandi að lenda í þessu aftur og aftur

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 15. ágúst 2018 21:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var óánægður með dómgæsluna í kvöld er liðið tapaði 2-0 gegn Stjörnunni í undanúrslitum bikarsins.

Óli ræddi sérstaklega um atvik sem kom upp í fyrri hálfleik er Jakup Thomsen var að sleppa í gegn en rangstaða var dæmd.

Miðað við endursýningar var dómurinn rangur og segir Óli að svona hlutir hafi gerst allt of oft í sumar.

,,Ég var að spyrja hann út í atvikið í fyrri hálfleik þar sem Jakup er að sleppa í gegn og af hverju það sé flaggað,“ sagði Óli við Stöð 2 Sport en hann ræddi við Pétur dómara eftir leikinn.

,,Hann dæmir rangstöðu en Brynjar Gauti reynir við boltann og þá er komin ný staða og það er ekki rangstaða.“

,,Aðstoðardómarinn setur upp flaggið og Pétur tekur á móti því. Þetta er orðið óþolandi að lenda í þessu aftur og aftur.“

,,Við erum að elta leikinn og erum lið sem er í vandræðum og við eigum ekki enfi á svona. Ég spurði hann bara rólega af hverju hann dæmir rangstöðu.“

,,Samkvæmt bókinni er þetta ekki rangstaða og pirringurinn hjá mér er auðvitað líka því við vinnum ekki leikinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United