fbpx
Miðvikudagur 16.janúar 2019
433

Inkasso-deildin: Magni vann góðan sigur – Haukar náðu í stig á Ólafsvík

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 8. ágúst 2018 21:00

Mynd: Haukar.is

Magni Grenivík lyfti sér úr botnsæti Inkasso-deildar karla í kvöld er liðið fékk Selfoss í heimsókn.

Magnamenn voru fyrir leikinn með níu stig á botninum en eftir 3-1 sigur í kvöld er Selfoss á botninum með 11 stig.

Fallbaráttan verður gríðarlega spennandi í sumar en aðeins fjögur stig skilja botnlið Selfoss og Leikni að sem situr í sjöunda sæti.

Víkingur Ólafsvík missteig sig þá í toppbaráttunni í kvöld er liðið fékk Hauka í heimsókn.

Víkingar lentu undir í leik kvöldsins er Renato Barros kom boltanum í netið fyrir Hauka í fyrri hálfleik.

Kwame Quee skoraði svo tvö mörk fyrir Víkinga í seinni hálfleik með stuttu millibili og staðan orðin 2-1 fyrir heimamönnum.

Það dugði þó ekki lengi en á 86. mínútu leiksins jafnaði Indriði Áki Þorláksson metin fyrir Hauka og tryggði liðinu dýrmætt stig.

Magni 3-1 Selfoss
1-0 Gunnar Örvar Stefánsson
2-0 Kristinn Þór Rósbergsson
2-1 Aron Ýmir Pétursson
3-1 Gunnar Örvar Stefánsson

Víkingur Ó. 2-2 Haukar
0-1 Renato Barros
1-1 Kwame Quee
2-1 Kwame Quee
2-2 Indriði Áki Þorláksson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gunnar var lagður í gróft einelti og Gylfi Þór vildi gleðja hann: Sjáðu hvað hann gerði

Gunnar var lagður í gróft einelti og Gylfi Þór vildi gleðja hann: Sjáðu hvað hann gerði
433
Fyrir 16 klukkutímum

De Gea birti fallega kveðju: Við munum sakna þín

De Gea birti fallega kveðju: Við munum sakna þín
433
Fyrir 18 klukkutímum

Steven Caulker fann sér nýtt félag

Steven Caulker fann sér nýtt félag
433
Fyrir 18 klukkutímum

Manchester City festi kaup á japönskum varnarmanni

Manchester City festi kaup á japönskum varnarmanni
433
Fyrir 20 klukkutímum

Kane lengi frá vegna meiðsla

Kane lengi frá vegna meiðsla
433
Fyrir 21 klukkutímum

Gat lítið hjá Boro en er nú efstur á óskalista Barcelona

Gat lítið hjá Boro en er nú efstur á óskalista Barcelona