fbpx
Miðvikudagur 16.janúar 2019
433

Guðni um Frey: Erum með mjög góða blöndu

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 8. ágúst 2018 14:42

Freyr Alexandersson er nýr aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins og tekur við því starfi af Helga Kolviðssyni.

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fór yfir ráðningu Freys á blaðamannafundi í dag þar sem Erik Hamren var einnig kynntur sem nýr landsliðsþjálfari.

Guðni segir að það sé mikilvægt að halda í ákveðin gildi en Freyr hefur undanfarin þrjú ár starfað hjá landsliðinu sem yfirnjósnari.

,,Með honum er góðkunningi okkar, Freyr Alexandersson sem verður Hamren til aðstoðar á grundvelli þessara hugmyndafræði sem við erum að vinna með,“ sagði Guðni.

,,Að sjá þessa tvo heiðursmenn vinna vel fyrir okkur og að reyna að tryggja þennan áframhaldandi árangur.“

,,Freyr hefur verið yfirnjósnari síðustu ár hjá landsliði karla og hefur starfað með liðinu í þrjú ár, hann þekkir vel til liðsins og er þar fyrir utan þjálfari kvennalandsliðsins og mun halda áfram sem slíkur en hans verkefni er að koma liðinu á HM og það mun ekki breytast.“

,,Hann þekkir vel til landsliðsins og sú tenging er eitthvað sem við viljum halda og halda í þessi gildi og hugmyndafræði sem við erum að vinna eftir.“

,,Niðurstaðan er að við erum með mjög góða blöndu tveggja frábærra þjálfara og ég held að þetta gefi okkur tækifæri á að viðhalda stöðugleika en á sama tíma koma nýir straummar með nýjum mönnum og nýjar áherslur sem er nærandi fyrir leikmenn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 5 klukkutímum

Heimir fær samkeppni frá hundtryggum aðstoðarmanni Mourinho

Heimir fær samkeppni frá hundtryggum aðstoðarmanni Mourinho
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gunnar var lagður í gróft einelti og Gylfi Þór vildi gleðja hann: Sjáðu hvað hann gerði

Gunnar var lagður í gróft einelti og Gylfi Þór vildi gleðja hann: Sjáðu hvað hann gerði
433
Fyrir 18 klukkutímum

30 stuðningsmenn United reknir af Wembley

30 stuðningsmenn United reknir af Wembley
433
Fyrir 18 klukkutímum

Steven Caulker fann sér nýtt félag

Steven Caulker fann sér nýtt félag
433
Fyrir 20 klukkutímum

Ryan Babel aftur í ensku úrvalsdeildina

Ryan Babel aftur í ensku úrvalsdeildina
433
Fyrir 20 klukkutímum

Kane lengi frá vegna meiðsla

Kane lengi frá vegna meiðsla