fbpx
433

Rúnar: Skotið var ekkert geggjað fast

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 7. ágúst 2018 21:26

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir að sínir menn hafi ekki átt skilið að tapa í kvöld í 15. umferð gegn Breiðablik.

Breiðablik vann KR 1-0 í Kópavogi í kvöld en leikurinn var ansi lokaður og var lítið um marktækifæri.

,,Það vantaði ekki mikið. Þetta var jafn leikur sem hefði átt að enda í jafntefli frekar en svona,“ sagði Rúnar við Stöð 2 Sport.

,,Þetta var mikil barátta en til að vinna þá þarftu að skapa eitthvað en við gerðum það ekki en Blikarnir ekki heldur. Þetta var lokaður taktískur leikur og þeir skora þetta eina mark.“

,,Við náðum ekki að færa boltann nógu vel á milli manna og ætluðum að gera þetta einfalt. Blikar náðu að hemja boltann betur en við hefðum getað spilað betur okkar á milli áður en við fórum í löngu boltana.“

Alexander Helgi Sigurðarson gerði eina mark Blika í kvöld með skoti fyrir utan teig en Beitir Ólafsson hefði mögulega gert betur.

,,Ég veit ekki hvort að hann hafi átt að gera betur, ég hef ekki séð þetta. Við vitum að þetta er hægrifótar leikmaður og það er lélegt að leyfa honum að skjóta þara.“

,,Beitir hreyfir sig í gagnstæða átt og mér er sagt að þetta hafi farið í gegnum klofið á varnarmanni en þetta var ekkert geggjað fast skot.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 7 klukkutímum

Thibaut Courtois er markvörður ársins

Thibaut Courtois er markvörður ársins
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Salah skoraði fallegasta mark ársins – Sjáðu markið sem vann Puskas verðlaunin

Salah skoraði fallegasta mark ársins – Sjáðu markið sem vann Puskas verðlaunin
433
Fyrir 8 klukkutímum

United og Barcelona geta ekki fengið Pepe

United og Barcelona geta ekki fengið Pepe
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Viðurkennir að hann hafi aldrei verið eins og Ronaldo – ,,Fór í fótbolta í gær og kafnaði næstum vegna reykinga“

Viðurkennir að hann hafi aldrei verið eins og Ronaldo – ,,Fór í fótbolta í gær og kafnaði næstum vegna reykinga“
433
Fyrir 10 klukkutímum

Ranieri útilokar ekki að snúa aftur

Ranieri útilokar ekki að snúa aftur
433
Fyrir 11 klukkutímum

Grealish með nýjan samning og rosalega klásúlu

Grealish með nýjan samning og rosalega klásúlu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Heimir Hallgrímsson blæs á sögurnar sem voru í Pepsimörkunum

Heimir Hallgrímsson blæs á sögurnar sem voru í Pepsimörkunum
433
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu gjöfina sem Pele sendi Mbappe

Sjáðu gjöfina sem Pele sendi Mbappe