433

Rúnar: Skotið var ekkert geggjað fast

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 7. ágúst 2018 21:26

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir að sínir menn hafi ekki átt skilið að tapa í kvöld í 15. umferð gegn Breiðablik.

Breiðablik vann KR 1-0 í Kópavogi í kvöld en leikurinn var ansi lokaður og var lítið um marktækifæri.

,,Það vantaði ekki mikið. Þetta var jafn leikur sem hefði átt að enda í jafntefli frekar en svona,“ sagði Rúnar við Stöð 2 Sport.

,,Þetta var mikil barátta en til að vinna þá þarftu að skapa eitthvað en við gerðum það ekki en Blikarnir ekki heldur. Þetta var lokaður taktískur leikur og þeir skora þetta eina mark.“

,,Við náðum ekki að færa boltann nógu vel á milli manna og ætluðum að gera þetta einfalt. Blikar náðu að hemja boltann betur en við hefðum getað spilað betur okkar á milli áður en við fórum í löngu boltana.“

Alexander Helgi Sigurðarson gerði eina mark Blika í kvöld með skoti fyrir utan teig en Beitir Ólafsson hefði mögulega gert betur.

,,Ég veit ekki hvort að hann hafi átt að gera betur, ég hef ekki séð þetta. Við vitum að þetta er hægrifótar leikmaður og það er lélegt að leyfa honum að skjóta þara.“

,,Beitir hreyfir sig í gagnstæða átt og mér er sagt að þetta hafi farið í gegnum klofið á varnarmanni en þetta var ekkert geggjað fast skot.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Stefán Karl er látinn

Ekki missa af

433
Fyrir 11 klukkutímum

Firmino: Þið skiljið ekki hvernig það er að vera leikmaður Liverpool

Firmino: Þið skiljið ekki hvernig það er að vera leikmaður Liverpool
433
Fyrir 12 klukkutímum

Vilja semja við fyrrum landsliðsmann Englands – ,,Hann má koma og fara þegar hann vill“

Vilja semja við fyrrum landsliðsmann Englands – ,,Hann má koma og fara þegar hann vill“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Einn sá vinsælasti á samskiptamiðlum en lofar nú að láta símann vera

Einn sá vinsælasti á samskiptamiðlum en lofar nú að láta símann vera
433
Fyrir 15 klukkutímum

Vildi verða eins og markvörður Manchester United – Samdi við félagið mörgum árum síðar

Vildi verða eins og markvörður Manchester United – Samdi við félagið mörgum árum síðar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Umboðsmaður Pogba með sprengju á Twitter: Scholes gæti ráðlagt United að selja Pogba

Umboðsmaður Pogba með sprengju á Twitter: Scholes gæti ráðlagt United að selja Pogba
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Scholes lætur Pogba ekki í friði – ,,Ekki hægt að verja þessi ummæli“

Scholes lætur Pogba ekki í friði – ,,Ekki hægt að verja þessi ummæli“
433
Í gær

Valsmenn unnu frábæran sigur á Blikum – Fjölnir jafnaði í blálokin

Valsmenn unnu frábæran sigur á Blikum – Fjölnir jafnaði í blálokin
433
Í gær

Segir Mourinho að koma sér burt frá United – Ætti að gera það sama og Guardiola

Segir Mourinho að koma sér burt frá United – Ætti að gera það sama og Guardiola