fbpx
433

Plús og mínus – Stígur upp gegn besta liði landsins

Victor Pálsson
Mánudaginn 30. júlí 2018 21:29

Valsmönnum tókst ekki að komast í þægilega stöðu á toppi Pepsi-deildar karla er liðið mætti Fylki í Egilshöll í kvöld.

Ekkert mark var skorað í Egilshöll en Valsmenn eru nú einu stigi á undan Stjörnunni og Blikum er 14 umferðir eru búnar. Fylkir situr enn í fallsæti með 12 stig.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Varnarleikur Fylkismanna í dag var frábær, færðu liðið vel og lokuðu öllum svæðum einnig mjög vel.

Aron Snær Friðriksson var virkilega öruggur í marki Fylkismanna, reyndi ekkert rosalega mikið á hann en hefur legið undir gagnrýni og fær því hrós fyrir að stíga upp gegn besta liði landsins.

Gengi Fylkismanna hefur ekki verið gott undanfarið en allt liðið á hrós skilið fyrir að loka dyrunum í dag. Hafa fengið á sig ótrúlega mörg mörk undanfarið.

Ólafur Ingi Skúlason er mættur heim í Fylki og það mun klárlega hjálpa liðinu. Átti flottan leik í dag.

Mínus:

Sendingar Valsmanna á 3 helming vallarins voru ekki sérstakar og skynjaði maður þreytu í nokkrum leikmönnum sem er vel skiljanlegt eftir þessa evróputörn.

Kantmenn Fylkismanna þeir Valdimar og Albert voru því miður bara slakir í dag og skemmdu mikið af álitlegum skyndisóknum.

Það hefði gert mikið fyrir bæði lið að fá þrjú stig í dag. Fylkir berst í fallbaráttu og Valsmenn eru í toppbaráttu. Nokkuð óvænt jafntefli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 10 klukkutímum

Óli Kristjáns: Eitthvað gut feeling að setja einn í viðbót

Óli Kristjáns: Eitthvað gut feeling að setja einn í viðbót
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Óli Jó um ummæli Rúnars: Ég hef aldrei talað um Keflavík við einn eða neinn

Óli Jó um ummæli Rúnars: Ég hef aldrei talað um Keflavík við einn eða neinn
433
Fyrir 12 klukkutímum

Pedro Hipolito fær ekki nýjan samning hjá Fram

Pedro Hipolito fær ekki nýjan samning hjá Fram
433
Fyrir 12 klukkutímum

Augljóst af hverju Sarri fékk Jorginho – Mögnuð staðreynd

Augljóst af hverju Sarri fékk Jorginho – Mögnuð staðreynd
433
Fyrir 13 klukkutímum

Balotelli fær gagnrýni frá samherja – Tekur enga ábyrgð

Balotelli fær gagnrýni frá samherja – Tekur enga ábyrgð
433
Fyrir 13 klukkutímum

Var frábær undir stjórn Klopp – Vill sjá þá vinna saman á ný

Var frábær undir stjórn Klopp – Vill sjá þá vinna saman á ný
433
Fyrir 13 klukkutímum

Öll byrjunarliðin á einum stað – Hvað gerist í Pepsi-deildinni?

Öll byrjunarliðin á einum stað – Hvað gerist í Pepsi-deildinni?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eignaðist þrjú börn með þremur konum á sex vikum

Eignaðist þrjú börn með þremur konum á sex vikum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gunnar Heiðar leggur skóna á hilluna – ,,Kóngurinn kveður“

Gunnar Heiðar leggur skóna á hilluna – ,,Kóngurinn kveður“