fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
433

Óli Stefán: Menn voru kjarklausir

Victor Pálsson
Mánudaginn 30. júlí 2018 21:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, ætlaði að sækja þrjú stig í Vesturbæ í kvöld er liðið heimsótti KR í 14. umferð sumarsins.

Staðan var lengi markalaus á KR-velli en heimamenn skoruðu tvö mörk undir lokin og unnu 2-0 sigur.

,,Við ætluðum að sækja þrjú stig hingað en eftir hvernig leikurinn þróaðist þurftum við að verjast því sem við vorum með,“ sagði Óli Stefán við Stöð 2 Sport.

,,Við héldum þeim frá dauðafærum og það er pirrandi að sjá svona mörk sem við fáum á okkur, við höfðum algjörlega teiknað þetta upp. Óskar skoraði svona mark líka í síðasta leik og við vorum búnir að fara í gegnum þetta.“

,,Þetta er bara einn leikur af mörgum og við horfum þannig á þetta. Mig langaði í þrjú stig og er pínulítið pirraður því við fáum stöðu til að koma okkur í afgerandi færi en erum að klikka á síðustu sendingum.“

,,Þegar þeir finna taktinn verðum við svo kjarklausir og menn eru ekki nógu stórir til að takast á við svona verkefni. Við spáum aldrei í evrópubaráttu, í dag vildi ég bara fá þrjú stig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þessir eru líklegastir til að taka við United í sumar ef Ten Hag verður rekinn

Þessir eru líklegastir til að taka við United í sumar ef Ten Hag verður rekinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Af hverju var Glazer að funda með þessum manni í London í gær?

Af hverju var Glazer að funda með þessum manni í London í gær?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Andri Lucas Guðjohnsen í einlægu viðtali – Þetta er það sem pabbi hans sagði honum er hann var ungur

Andri Lucas Guðjohnsen í einlægu viðtali – Þetta er það sem pabbi hans sagði honum er hann var ungur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Kristján segir dómara landsins skíthrædda við Víkinga – „Þetta er bara galið“

Kristján segir dómara landsins skíthrædda við Víkinga – „Þetta er bara galið“