433

Tufa: Af hverju mætum við ekki betur í þennan leik?

Victor Pálsson
Sunnudaginn 29. júlí 2018 18:42

Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA, var vonsvikinn með frammistöðu sinna manna á köflum í kvöld er liðið mætti ÍBV.

KA þurfti að sætta sig við 2-1 tap eftir að hafa komist yfir og var Túfa ekki ánægður með hvernig sínir menn mættu til leiks.

,,Þetta eru mikil vonbrigði eftir fimm, sex vikur þar sem við vorum á góðu runni,“ sagði Túfa.

,,Við vildum koma og sækja þrjú stig hingað líka, við komumst yfir en við mættum ekki vel inn í fyrri hálfleik og vorum á hælunum allan tímann.“

,,Staðan var 1-1 í hálfleik en enn og aftur mætum við ekki í seinni og lendum 2-1 undir.“

,,Ég er þó ánægður með síðasta hálftímann þar sem við sýndum mikinn karakter og sýndum að við gefumst aldrei upp.“

,,Það hefði ekki verið ósanngjarnt ef við hefðum tekið stig en ég er svekktur af hverju við mætum ekki betur í þennan leik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 6 klukkutímum

Karius í viðræðum við félag – Gengur lítið hjá Arsenal

Karius í viðræðum við félag – Gengur lítið hjá Arsenal
433
Fyrir 17 klukkutímum

Real Madrid í engum vandræðum í fyrsta leik

Real Madrid í engum vandræðum í fyrsta leik
433
Fyrir 18 klukkutímum

Bætti markamet sitt frá síðustu leiktíð í fyrsta leik

Bætti markamet sitt frá síðustu leiktíð í fyrsta leik
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ed Sheeran fékk loksins að hitta Guð

Ed Sheeran fékk loksins að hitta Guð
433
Fyrir 20 klukkutímum

Pogba óánægður með sig og liðið: Áttum ekkert skilið

Pogba óánægður með sig og liðið: Áttum ekkert skilið
433
Fyrir 20 klukkutímum

Einkunnir úr leik Brighton og Manchester United – Gestirnir mjög slakir

Einkunnir úr leik Brighton og Manchester United – Gestirnir mjög slakir
433
Fyrir 23 klukkutímum

Manchester City skoraði sex – Jói Berg lagði upp

Manchester City skoraði sex – Jói Berg lagði upp
433
Í gær

Pochettino spurður út í Alderweireld: Þeir þurfa að bíða eftir að ég verði rekinn

Pochettino spurður út í Alderweireld: Þeir þurfa að bíða eftir að ég verði rekinn