fbpx
433

Plús og mínus – Stjarnan þarf ekki að óttast þennan útivöll

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 12. júlí 2018 21:47

Stjarnan vann öruggan sigur á eistnenska liðinu Nomme Kalju í kvöld í undankeppni Evrópudeildarinnar.

Stjarnan skoraði þrjú mörk gegn engu í Garðabænum í kvöld og er í góðri stöðu fyrir síðari leikinn í Eistlandi.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Stjörnumenn spiluðu bara mjög vel í kvöld og áttu þennan sigur algjörlega skilið.

Þriggja marka forysta og hreint lak, þetta gefur Stjörnunni mikla von fyrir seinni leikinn sem fer fram í Eistlandi.

Hilmar Árni Halldórsson er svo gott vopn fyrir Stjörnumenn og gæti reynst mikilvægur ef liðið kemst áfram. Mark og stoðsending í kvöld.

Stemninginn í stúkunni virkilega góð í kvöld. Silfurskeiðin stendur ávallt fyrir sínu og þá sérstaklega í Evrópuleikjum.

Stjörnumenn þurfa ekki að óttast einhverja brjálaða stemningu í útileiknum. Völlur Kalju tekur 650 manns í sæti. Þeir hafa séð það stærra.

Mínus:

Það er eitthvað sem segir mér að fótboltinn í Eistlandi sé ekki upp á marga fiska. Þetta lið hafnaði í þriðja sæti deildarinnar á síðustu leiktíð.

Eistnenska liðið skapaði sér nánast ekkert í dag. Það var engin ógn í raun var bara eitt lið á vellinum og það voru Stjörnumenn.

Ég ætla að fara svo langt og segja að þetta Nomme Kalju lið sé bara lélegt. Þeir eru þó með nokkra eistnenska landsliðsmenn í sínum röðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Drengirnir eru fundnir

Ekki missa af

433
Fyrir 4 klukkutímum

Plús og mínus – Hann er kaldur sem ís

Plús og mínus – Hann er kaldur sem ís
433
Fyrir 4 klukkutímum

Stjarnan og KA skildu jöfn

Stjarnan og KA skildu jöfn
433
Fyrir 5 klukkutímum

Andri Rúnar með tvennu er Helsingborg fór á toppinn – Kominn með 12 mörk

Andri Rúnar með tvennu er Helsingborg fór á toppinn – Kominn með 12 mörk
433
Fyrir 5 klukkutímum

Meistaradeildin: Ajax með sigur – Jafnt í Úkraínu

Meistaradeildin: Ajax með sigur – Jafnt í Úkraínu
433
Fyrir 6 klukkutímum

Pochettino staðfestir áhuga á leikmanni Inter – Valdi frekar Monaco

Pochettino staðfestir áhuga á leikmanni Inter – Valdi frekar Monaco
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Huginn sagði Seyðisfjarðarvöll óleikhæfan og hringdu í KSÍ – Mættu samt til leiks

Huginn sagði Seyðisfjarðarvöll óleikhæfan og hringdu í KSÍ – Mættu samt til leiks