fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
433

Þetta lið hefur alltaf átt leikmann í úrslitum HM síðan 1982

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 11. júlí 2018 17:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frakkland mun spila við annað hvort England eða Króatíu í úrslitaleik HM í Rússlandi.

Frakkar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum í gær með því að leggja Belgíu af velli með einu marki gegn engu.

Corentin Tolisso er partur af franska landsliðshópnum en hann spilar með Bayenr Munchen í Þýskalandi.

Frá árinu 1982 hefur Bayern alltaf átt leikmann sem spilar úrslitaleik HM sem er ótrúleg staðreynd.

Þessi hefð hófst árið 1982 þegar Þýskaland tapaði 3-1 fyrir Ítalíu í úrslitum. Paul Breitner, Wolfgang Dremmler og Karl-Heinz Rummenigge léku fyrir Þýskaland í leiknum en voru samningsbundnir Bayern.

Árið 1998 spilaði Bixente Lizarazu fyrir Frakkland í úrslitum gegn Brasilíu og var á mála hjá Bayern.

Árið 2010 spiluðu þeir Arjen Robben og Marc van Bommel fyrir Holland sem mætti Spánverjum í úrslitum og töpuðu 1-0. Þeir voru báðir á mála hjá Bayern.

Alla leikmennina frá 1982 má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrsti maðurinn inn á Anfield? – Mætti á leik liðsins

Fyrsti maðurinn inn á Anfield? – Mætti á leik liðsins
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fernandes ekki viss hvað gerist næst – ,,Þarf að hugsa um mína framtíð“

Fernandes ekki viss hvað gerist næst – ,,Þarf að hugsa um mína framtíð“
433Sport
Í gær

Freyr hefur tvö sénsa til að reyna að bjarga liðinu frá falli – Allar líkur á að Alfreð og Gulli falli

Freyr hefur tvö sénsa til að reyna að bjarga liðinu frá falli – Allar líkur á að Alfreð og Gulli falli
433Sport
Í gær

301 mínúta frá því að Valur skoraði síðast úr opnum leik

301 mínúta frá því að Valur skoraði síðast úr opnum leik