433

Heimta 48 milljónir punda og að félagið fari í tveggja ára félagaskiptabann

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 11. júlí 2018 16:30

Markvörðurinn Rui Patricio gekk í raðir Wolves í sumar en hann kom til félagsins frá Sporting Lisbon í Portúgal.

Allt varð vitlaust hjá Sporting eftir slæmt gengi á síðustu leiktíð og réðust stuðningsmenn félagsins á æfingasvæði liðsins og að leikmönnum.

Margir leikmenn vildu því fá að rifta samningi sínum við félagið og hafðist það að lokum hjá Patricio sem samdi við Wolves.

Sporting telur Wolves ekki hafa tryggt sér þjónustu Patricio á löglegan hátt og hefur sent inn kvörtun til FIFA.

Þar heimtar Sporting að fá 48 milljónir punda frá Wolves og vill að félagið verði sett í tveggja ára félagaskiptabann.

Einnig vill Sporting að Patricio fari í bann fyrir sinn þátt í málinu og vilja að FIFA refsi honum með sex mánaða keppnisbanni.

Samkvæmt Mirror telur Wolves sig ekki hafa gert neitt rangt og mun svara þessari kvörtun Sporting fullum hálsi.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Einn mikilvægasti leikmaður Liverpool í dag – Var nálægt því að fara til Stoke

Einn mikilvægasti leikmaður Liverpool í dag – Var nálægt því að fara til Stoke
433
Fyrir 4 klukkutímum

Hundfúll eftir tap – ,,Gleymum því að Þjóðadeildin hafi verið fundin upp“

Hundfúll eftir tap – ,,Gleymum því að Þjóðadeildin hafi verið fundin upp“
433
Fyrir 4 klukkutímum

Nefnir besta leikinn á tímabilinu – Náðu ekki að sigra

Nefnir besta leikinn á tímabilinu – Náðu ekki að sigra
433
Fyrir 6 klukkutímum

Griezmann hafnaði Barcelona – Vildi ekki vera skósveinn Messi

Griezmann hafnaði Barcelona – Vildi ekki vera skósveinn Messi
433
Fyrir 7 klukkutímum

Þessir fjórir leikmenn geta hjálpað United aftur á toppinn að mati Rooney

Þessir fjórir leikmenn geta hjálpað United aftur á toppinn að mati Rooney
433
Fyrir 10 klukkutímum

Getur United fengið Alderweireld á gjafaverði?

Getur United fengið Alderweireld á gjafaverði?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Jón Guðni yfirgefur landsliðið – Veikindi í fjölskyldu hans

Jón Guðni yfirgefur landsliðið – Veikindi í fjölskyldu hans