433

Guðlaugur segir upp hjá Keflavík eftir hörmulegt gengi

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 10. júlí 2018 18:13

Mynd: Keflavík.is

Guðlaugur Baldursson er hættur sem þjálfari Keflavíkur í Pepsi-deild karla. Þetta staðfesti félagið í kvöld.

Í fréttatilkynningu Keflavíkur segir að Guðlaugur hafi óskað þess að láta af störfum.

Keflavík átti gott síðasta sumar í Inkasso-deild karla og undir stjórn Guðlaugs tryggði félagið sér sæti í efstu deild.

Sumarið 2018 hefur þó verið hræðilegt í Keflavík en liðið er með þrjú stig, án sigurs á botni Pepsi-deildarinnar eftir 11 umferðir.

Ekki er ljóst hver mun taka við liðinu endanlega en Eysteinn Hauksson mun stýra liðinu tímabundið.

Fréttatilkynning frá Knattspyrnudeild Keflavíkur

Guðlaugur Baldursson og stjórn knattspyrnudeildar Keflavíkur hafa komist að samkomulagi um að verða við ósk Guðlaugs um að láta af störfum sem yfirþjálfari knattspyrnudeildar. Hann hefur nú þegar tilkynnt samstarfsmönnum um ákvörðun sína, en hún er tekin með hagsmuni liðsins að leiðarljósi.

Guðlaugur hefur óskað eftir að láta af störfum strax og hefur stjórn félagsins falið Eysteini Haukssyni aðstoðarþjálfara að stýra liðinu tímabundið þar til að ákvörðun hefur verið tekin um framhaldið. Honum til aðstoðar verður Ómar Jóhannsson.

Stjórn knattspyrnudeildar virðir ákvörðun Guðlaugs og mun strax vinda sér að því að taka ákvörðun um framhald þjálfunnar liðsins. Engin ákvörðun hefur verið tekin um það enn sem komið er.

Guðlaugur hefur gengt mikilvægu hlutverki í þjálfun liðsins frá haustinu 2016 og hefur meðal annars átt stóran þátt í að koma liðinu aftur í efstu deild. Honum þökkuð góð störf og óskað velfarnaðar í framtíðinni.

Íslenski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Einn mikilvægasti leikmaður Liverpool í dag – Var nálægt því að fara til Stoke

Einn mikilvægasti leikmaður Liverpool í dag – Var nálægt því að fara til Stoke
433
Fyrir 4 klukkutímum

Hundfúll eftir tap – ,,Gleymum því að Þjóðadeildin hafi verið fundin upp“

Hundfúll eftir tap – ,,Gleymum því að Þjóðadeildin hafi verið fundin upp“
433
Fyrir 4 klukkutímum

Nefnir besta leikinn á tímabilinu – Náðu ekki að sigra

Nefnir besta leikinn á tímabilinu – Náðu ekki að sigra
433
Fyrir 6 klukkutímum

Griezmann hafnaði Barcelona – Vildi ekki vera skósveinn Messi

Griezmann hafnaði Barcelona – Vildi ekki vera skósveinn Messi
433
Fyrir 7 klukkutímum

Þessir fjórir leikmenn geta hjálpað United aftur á toppinn að mati Rooney

Þessir fjórir leikmenn geta hjálpað United aftur á toppinn að mati Rooney
433
Fyrir 10 klukkutímum

Getur United fengið Alderweireld á gjafaverði?

Getur United fengið Alderweireld á gjafaverði?
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Jón Guðni yfirgefur landsliðið – Veikindi í fjölskyldu hans

Jón Guðni yfirgefur landsliðið – Veikindi í fjölskyldu hans