433

Arnar Már leggur skóna á hilluna

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 10. júlí 2018 18:42

Knattspyrnumaðurinn Arnar Már Björgvinsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna, 28 ára gamall.

Arnar hefur undanfarið ár leikið með liði Fylkis og hjálpaði liðinu að tryggja sæti sitt í efstu deild á síðustu leiktíð.

Arnar var fyrir það í dágóðan tíma hjá Stjörnunni en hefur einnig leikið fyrir Víking Ólafsvík og Breiðablik

Arnar hefur komið við sögu í fjórum leikjum Fylkis í Pepsi-deildinni í sumar og spilaði einn leik í bikarnum.

Kantmaðurinn greindi sjálfur frá því á Facebook í kvöld að hann væri búinn að taka þessa ákvörðun.

Færsla Arnars:

Eftir 10 ár í efstu deild þá hef ég ákveðið að nú sé komið að leikslokum. Það liggja margar ástæður að baka þessari ákvörðun en þegar öllu er á botninn hvolft þá er ég ánægður með þessa niðurstöðu mína.

Þegar ég horfi um öxl þá get ég ekki annað en verið nokkuð stoltur af þeim árangri sem ég hef náð í gegnum árin. Íslandsmeistaratitill, Inkassomeistari, tvö silfur í Pepsi, fjöldi af evrópuleikjum og þar af einhverjir stærstu leikir sem knattspyrnumenn í íslensku deildinni geta dreymt um að spila.

Ég veit að facebook er fullt af fyrrverandi liðsfélögum og öðrum frábærum aðilum sem ég hef kynnst í gegnum tíðina og langar mig til að nota þennan grundvöll til að þakka þeim fyrir sérstaklega skemmtilega tíma.

Þegar einar dyr lokast þá vonandi opnast aðrar og ég mun vonandi fá tækifæri til að starfa í kringum boltann og hjálpa til við að stuðla að áframhaldandi framgangi íslenskrar knattspyrnu í framtíðinni.

Íslenski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 6 klukkutímum

Neitar að gagnrýna Mourinho – Vill taka við sama starfi í framtíðinni

Neitar að gagnrýna Mourinho – Vill taka við sama starfi í framtíðinni
433
Fyrir 7 klukkutímum

Upphæðin sem Mourinho hefur eytt hjá Manchester United

Upphæðin sem Mourinho hefur eytt hjá Manchester United
433
Fyrir 10 klukkutímum

Setti nýtt met í ensku úrvalsdeildinni

Setti nýtt met í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Enn eitt áfallið fyrir landsliðið – Gylfi ekki með

Enn eitt áfallið fyrir landsliðið – Gylfi ekki með
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Var of aumur til að spila fyrir Liverpool

Var of aumur til að spila fyrir Liverpool
433
Fyrir 13 klukkutímum

United getur valið á milli þriggja leikmanna ef Pogba snýr aftur

United getur valið á milli þriggja leikmanna ef Pogba snýr aftur