fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433

Plús og mínus – Gagnrýndur í sumar en steig upp í dag

Victor Pálsson
Sunnudaginn 1. júlí 2018 17:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KA og Breiðablik gerðu markalaust jafntefli í Pepsi-deild karla í kvöld en leikið var á Akureyri við góðar aðstæður.

Blikar eru væntanlega súrir eftir jafntefli kvöldsins en liðið var manni fleiri frá 51. mínútu leiksins eftir að Aleksandar Trninic hafði fengið rautt spjald hjá KA.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Það má gefa KA-mönnum plús fyrir að halda þetta út með tíu menn á vellinum. Stig er stig og gæti skipt sköpum.

Síðari hálfleikur var mun skemmtilegri en sá fyrri, mun meira af færum og fjöri en mörkin þó ekki sjáanleg.

Cristian Martinez hefur verið gagnrýndur í sumar fyrir sína frammistöðu í marki KA. Hann svaraði því í dag og átti virkilega góðan leik og steig svo sannarlega upp.

Mínus:

Blikar voru klaufar að klára þennan leik ekki. Tóku of mikinn tíma í að setja púður í sóknina. Leikurinn er bara 90 mínútur.

Aleksandar Trninic fékk rautt spjald hjá KA snemma í síðari hálfleik en hann fékk sitt annað gula spjald. Afar barnalegt spjald sem hann ákvað að næla sér í.

Mörk þýða skemmtun en við fengum þau því miður ekki í dag. Allt til staðar til að spila góðan fótboltaleik en skemmtanagildið var í lágmarki.

Fyrri hálfleikur var langt frá því að vera skemmtilegur. Maður var ekkert of langt frá því að sofna fyrir leikhlé.

Útlitið er ekkert of bjart fyrir KA-menn. Eru nú með níu stig eftir tíu leiki sem er jafn mikið og Fjölnir sem situr í fallsæti með verri markatölu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“