433

Óli Jó, Víkingur og Valur ná sáttum – ,,Málinu er lokið“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 15. júní 2018 16:49

Víkingur Reykjavík, Valur og Ólafur Jóhannesson hafa náð sáttum en andað hefur köldu þar á milli síðan Ólafur lét ummæli falla í þættinum Návígi á fótbolti.net.

Ólafur sagði þá frá því að samið hafi verið um úrslit í leik Víking og Völsungs árið 2013, eitthvað sem Víkingar tóku ekki vel í.

Allir aðilar hafa nú tekið undir þá ákvörðun að leggja málið til hliðar og skilja sáttir frá borði.

Tilkynning Vals, Víkings og Óla Jó:

Yfirlýsing frá Knattspyrnufélaginu Víkingi, Knattspyrnufélaginu Val og Ólafi Jóhannessyni.

Að undanförnu hafa ásakanir gengið á milli Víkings og Ólafs Jóhannessonar í fjölmiðlum vegna leiks Víkings og Völsungs í deildarkeppni árið 2013.

Aðilar eru sammála um að margt af því sem fram hefur komið hefði mátt kyrrt liggja og ekki ástæða til þess að mál þróist með þeim hætti sem raun ber vitni.

Að frumkvæði þeirra knattspyrnufélaga sem í hlut eiga, hefur náðst full sátt í málinu á milli Ólafs Jóhannesson, Knattspyrnufélagsins Víkings og Knattspyrnufélagsins Vals og er málinu hér með lokið af hálfu allra aðila.

Íslenski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Einn mikilvægasti leikmaður Liverpool í dag – Var nálægt því að fara til Stoke

Einn mikilvægasti leikmaður Liverpool í dag – Var nálægt því að fara til Stoke
433
Fyrir 4 klukkutímum

Hundfúll eftir tap – ,,Gleymum því að Þjóðadeildin hafi verið fundin upp“

Hundfúll eftir tap – ,,Gleymum því að Þjóðadeildin hafi verið fundin upp“
433
Fyrir 4 klukkutímum

Nefnir besta leikinn á tímabilinu – Náðu ekki að sigra

Nefnir besta leikinn á tímabilinu – Náðu ekki að sigra
433
Fyrir 6 klukkutímum

Griezmann hafnaði Barcelona – Vildi ekki vera skósveinn Messi

Griezmann hafnaði Barcelona – Vildi ekki vera skósveinn Messi
433
Fyrir 7 klukkutímum

Þessir fjórir leikmenn geta hjálpað United aftur á toppinn að mati Rooney

Þessir fjórir leikmenn geta hjálpað United aftur á toppinn að mati Rooney
433
Fyrir 10 klukkutímum

Getur United fengið Alderweireld á gjafaverði?

Getur United fengið Alderweireld á gjafaverði?
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Jón Guðni yfirgefur landsliðið – Veikindi í fjölskyldu hans

Jón Guðni yfirgefur landsliðið – Veikindi í fjölskyldu hans