433

Plús og mínus – Ömurlegt frá A til Ö

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 14. júní 2018 21:05

KR vann sannfærandi sigur í Pepsi-deild karla í kvöld er liðið heimsótti Keflavík á Nettóvöllinn.

Þeir svarthvítu voru miklu sterkari í leik kvöldsins og unnu sannfærandi 4-0 útisigur en staðan var 0-2 eftir aðeins fimm mínútur.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Það var enginn KR-ingur sem átti slakan leik í dag. Voru virkilega tilbúnir í verkefnið og voru mjög sprækir.

Fótboltinn sem KR spilaði var oft ótrúlega fallegur. Stutt, hratt spil sem virkaði gríðarlega vel, sérstaklega í fyrri hálfleik.

Kristinn Jónsson átti draumaleik í liði KR í kvöld. Maður leiksins án efa. Fór ekki út að ástæðulausu.

Mínus:

Keflvíkingar eiga ekkert erindi í Pepsi-deildina miðað við þessa frammistöðu. Ömurleg frá A til Ö.

Marc McAusland er fyrirliði Keflavíkur. Það eina sem ég sá hann gera í þessum leik var að hengja haus og öskra í grasið.

,,Sumarið fer í reynslubankann“ er hægt að segja um ungt lið Keflavíkur en það er bara ekki nóg, vill þetta lið ekki vera í efstu deild?

NÍU umferðir búnar og Keflavík er enn án sigurs. Þeir eru á leið niður, það er svoleiðis.

Þetta var SVO AUÐVELT fyrir KR, það er erfitt að lýsa því. Eins mikil einstefna og hægt er að bjóða upp á.

Keflavík lenti 2-0 undir eftir fimm mínútur. Það er ekkert sem afsakar það. Áhugaleysi og vonleysi. Ekkert sjálfstraust í þessu liði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 13 klukkutímum

Einkunnir úr leik Brighton og Manchester United – Gestirnir mjög slakir

Einkunnir úr leik Brighton og Manchester United – Gestirnir mjög slakir
433
Fyrir 13 klukkutímum

Andri skoraði fyrir toppliðið

Andri skoraði fyrir toppliðið
433
Fyrir 15 klukkutímum

Manchester City skoraði sex – Jói Berg lagði upp

Manchester City skoraði sex – Jói Berg lagði upp
433
Fyrir 18 klukkutímum

Pochettino spurður út í Alderweireld: Þeir þurfa að bíða eftir að ég verði rekinn

Pochettino spurður út í Alderweireld: Þeir þurfa að bíða eftir að ég verði rekinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

,,Sættið ykkur við hvernig Özil er eða seljið hann“

,,Sættið ykkur við hvernig Özil er eða seljið hann“
433
Fyrir 20 klukkutímum

Mourinho segir að allir séu að ljúga

Mourinho segir að allir séu að ljúga
433
Í gær

Vardy fékk beint rautt spjald – Var dómurinn réttur?

Vardy fékk beint rautt spjald – Var dómurinn réttur?
433
Í gær

Emery: Úrslitin skipta máli

Emery: Úrslitin skipta máli