433

Viðræður Buffon og PSG komnar langt?

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 17. maí 2018 17:03

Gianluigi Buffon er sagður vera í viðræðum við franska liðið Paris Saint-Germain um að ganga í raðir félagsins.

Le Parisien og Canal + greina frá þessu í dag en þessar fregnir hafa komið mörgum á óvart.

Buffon er fertugur að aldri en hann hefur undanfarin 17 ár leikið með ítalska stórliðinu Juventus.

Buffon hefur unnið allt með Juventus fyrir utan Meistaradeildina og gæti freistað þess að fara annað áður en ferlinum lýkur.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta fer en samkvæmt fregnum eru viðræðurnar komnar langt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tour of Reykjavík 2018