433

Staðfestir það að hann sé á förum – City og United áhugasöm

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 17. maí 2018 08:00

Fred, miðjumaður Shakhtar Donetsk, hefur staðfest það að hann sé á förum frá félaginu í sumar.

Manchester United og Manchester City eru á eftir miðjumanninum sem er 25 ára gamall.

,,Ég greindi félaginu frá því að ég væri mjög ánægður hér en ég vil taka stærra skref,“ sagði Fred.

,,Það eru félög á Englandi og í Frakklandi sem eru áhugasöm. Ég hef gefið félaginu skýr svör, ég vil taka stærra skref.“

,,Ég verð bara að bíða eftir HM og sjá svo hvaða staður mun henta mér best.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af