433

Marel Baldvinsson fékk Arnar Grétarsson til sín

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 17. maí 2018 09:42

Marel Baldvinsson þjálfari Álftanes í 4. deilda karla hefur fengið öflugan liðsstyrk.

Fyrrum landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Arnar Grétarsson fékk félagaskipti til liðsins.

Arnar lék síðast leiki með Augnablik sumarið 2015 en gæti nú tekið slaginn með sínum gamla liðsfélaga.

Marel og Arnar léku saman bæði í Lokeren og Breiðabliki.

Marel tók við þjálfun Álftanes í vetur en hann er fluttur heim eftir að hafa verið erlendis síðustu ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af