433

Fabregas: Ég elska Mourinho

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 17. maí 2018 18:30

Cesc Fabregas, miðjumaður Chelsea, elskar Jose Mourinho, fyrrum stjóra liðsins en þeir unnu saman áður en Mourinho var rekinn og hélt til Manchester United.

Fabregas mætir sínum gamla stjóra á laugardaginn í úrslitum enska bikarsins en hann er afar þakklátur Portúgalanum og býst við breyttu United liði um helgina.

,,Við höfum spilað gegn þeim mörgum sinnum síðustu tvö ár en þeir breyta alltaf um kerfi. Ég er viss um að þeir breyti á laugardaginn,“ sagði Fabregas.

,,Ég elska hann. Ég mun alltaf segja það. Ég skulda honum mikið því hann fékk mig hingað og mun alltaf muna það.“

,,Arsene Wenger kom alltaf fram við mig eins og son hjá Arsenal og ef það er einhver sem kemst nálægt honum þá er það Jose.“

,,Hvernig hann kom fram við mig, hvernig hann lét mér líða, hvernig hann gerði mig að leiðtoga í liðinu frá fyrsta degi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tour of Reykjavík 2018